Fréttabréf 9/2016

03.11.2016
Fjölbreytt dagskrá í Hofi 13. nóvember
Hof Akureyri frst. m. texta
Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Hofi sunnudaginn 13. nóvember þegar starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leggur land undir fót á fæðingardegi handritasafnarans Árna Magnússonar. Nokkrum dögum síðar, 16. nóvember, verður degi íslenskrar tungu fagnað með ýmsum hætti sem nánar verður auglýst síðar. Lesa meira
03.11.2016
Árna Magnússonar fyrirlestur á Akureyri
Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor flytur fyrirlestur kenndan við Árna Magnússon í ár. Hún hyggst segja frá hvernig handritarannsóknir hafa lifnað við síðan um aldamót. Lesa meira
03.11.2016
Málstofa á morgun: Íslenskt orðanet
Jón Hilmar Jónsson rannsóknarprófessor kynnir birtingarmyndir í Íslensku orðaneti sem var opnað á vefnum fyrir skemmstu. Málstofan verður haldin föstudaginn 4. nóvember kl. 15.30 og verða meðal annars notkunarmöguleikar gagnagrunnsins kynntir. Lesa meira
03.11.2016
Óvenjulegt mannamót í Viðey
Miðaldahandritið GKS 1812 4to var viðfangsefni ráðstefnunnar A World in Fragments: GKS 1812 4to and Medieval Encyclopedic Literature sem haldin var í Viðey 20.–21. október. Tæplega 50 manns tóku þátt í dagskránni, bæði prófessorar, nemendur og annað áhugafólk um fjölbreytt alfræðiefni handritsins. Lesa meira
03.11.2016
Nýr meðlimur í Akademíu
Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor hlaut nýverið inngöngu í hina Konunglegu Akademíu Gústafs Adólfs. Akademían, sem var stofnuð árið 1932, stendur fyrir fræðilegum ráðstefnum og útgáfum og stýrir margvíslegum sjóðum sem veita viðurkenningar og styrkja hvers konar fræðistörf á sviði sænskra og norrænna fræða.  Lesa meira
03.11.2016
Styrkir til íslenskunáms
Fimmtán nemendur í íslensku hlutu styrki mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands háskólaárið 2016–2017. Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki næsta háskólaárs, 2017–2018, er 1. desember næstkomandi. Lesa meira
03.11.2016
Hvað finnst frambjóðendum?
Þórarinn Eldjárn dregur saman sögu Húss íslenskunnar í stuttri blaðagrein og spyr frambjóðendur álits. Lesa meira
03.11.2016
Örnefni mánaðarins: Pjaxi
Hvammur einn í Hvítá skammt neðan við Gullfoss er kallaður Pjaxi. Nokkrar kenningar hafa verið settar fram um uppruna örnefnisins. Lesa meira
03.11.2016
Handrit mánaðarins

Jónsbókarhandrit Björns Grímssonar málara; GKS 3274 a 4to er með glæsilegustu handritum sem skrifuð voru á Íslandi eftir siðskipti. Það er pappírshandrit sem hefur að geyma Jónsbók og skylt efni, svo sem réttarbætur og samþykktir Alþingis, kirkjuskipan Kristjáns þriðja, Ribegreinarnar, þinghlé Kristjáns þriðja, hjúskaparlög Friðriks annars og stóradóm.

Lesa meira