Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2009 voru auglýstir í júlí sl. með umsóknarfresti til 1. nóvember. Tuttugu og átta umsóknir bárust frá átján löndum. Í úthlutunarnefnd styrkjanna eiga sæti Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor, formaður, Ásdís Egilsdóttir, dósent, og Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur. Nefndin hefur nú lokið úthlutun. Þau sem hljóta styrki árið 2009, til þriggja mánaða hvort, eru: Dr. Emily Lethbridge, fræðimaður í Cambridge, Bretlandi, til að fást við varðveislu fjögurra fornsagna sem handritið AM 556a 4to, svokölluð Eggertsbók, hefur að geyma. Dr. Leszek Pawel Slupecki, prófessor, Rzeszowháskóla, Póllandi, til að þýða Snorra-Eddu á pólsku, skrifa inngang að þýðingunni og skýringar við hana.
Beijing Foreign Studies University (BFSU – Beijing waiguoyu daxue) bauð í fyrsta sinn í haust upp á fjögurra ára nám í íslensku, og eru 16 nemendur skráðir í námið.
Þjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2009. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, orðfræðisvið, fékk styrk til að slá efni um 70000 seðla með orðum úr kveðskaparmáli, inn í tölvu og leggja út á vefinn.
Heimasíða Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) hefur verið birt á dönsku en þar má lesa almennar upplýsingar um stofnunina og fleira á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum.
Icelandic Online er vinsælt vefkennsluefni með myndrænu og gagnvirku námsefni, einkum ætlað erlendum háskólanemum en einnig öðrum sem áhuga hafa á íslensku máli og menningu. Aðgangur er ókeypis. Nú er einnig komið á Netið kennsluefni fyrir þá sem eru lengra komnir í íslenskunáminu: Icelandic Online II.
Íslenska til alls og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu
Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal er nú komið út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í tveimur bindum. Hér er um að ræða stórmerka frumheimild fyrir íslenskar ættfræðirannsóknir.
Ársskýrsla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Auglýst er laus til umsóknar staða kennara í íslensku við Rómarháskóla – La Sapienza.
Staða forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið auglýst laus til umsóknar.
Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu sem mun hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands hafa verið tilkynnt. Hornsteinar arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun, önnur verðlaun hlutu PK arkitektar ehf., arkitektar Pálmar Kristmundsson og Fernando de Mendonca og þriðju verðlaun fengu VA arkitektar ehf., arkitektar Þórhallur Sigurðsson og Harpa Heimisdóttir.
Samstarfsráðstefna Manitobaháskóla og Háskóla Íslands; Maður, menning og náttúra (mannlegi þátturinn og umhverfið í kanadísku og íslensku umhverfi) verður haldin dagana 28.-29. ágúst.
Útlendingar sækja í auknum mæli í nám í íslensku vegna áhuga á rokktónlist. Rúmlega eitthundrað manns sóttu um að stunda nám í íslensku og íslenskri menningu hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í sumar. Úlfar Bragason, stofustjóri Stofu Sigurðar Nordals, hefur orðið var við að áhugi þeirra sem taka þátt í námskeiðunum núna sé annar en var fyrir tíu árum
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2009 lausa til umsóknar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (ekki háskólastúdentum) á sviði mannvísinda til að dveljast á Íslandi í þrjá mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.
Sótt hefur verið um að handritasafn Árna Magnússonar verði skráð á lista Unesco um minni heimsins (Memory of the World Register)
Staða kennara í íslensku við Manitobaháskóla í Kanada laus til umsóknar.
Ráðstefna um landnám í Rangárþingi verður haldin á vegum Lærdómssetursins á Leirubakka helgina 6.-8. júní.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Den Arnamagnæanske samling hafa undirritað samning um samstarf við skráningu handrita.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum taka þátt í evrópsku samvinnuverkefni sem hefur fengið yfirskriftina ENRICH, sem stendur fyrir European Networking Resources and Information concerning Cultural Heritage, en nefnist á íslensku: Evrópskar net- og upplýsingaveitur um menningararfleifð.