Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja Háskólann í Gautaborg um 500.000 sænskar krónur (8,7 milljónir ÍKR) vegna samningar íslensk-sænskrar orðabókar. Bókin er gerð i samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er hluti af svokölluðu ISLEX orðabókaverki.
Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2010 voru auglýstir í júlí sl. með umsóknarfresti til 1. nóvember. Fimmtíu og fimm umsóknir bárust frá tuttugu og fjórum löndum.
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru til sölu falleg gjafakort og póstkort með myndum úr handritum. Einstök veggspjöld sem hafa verið hönnuð, m.a. í tilefni af ráðstefnum, eru einnig fáanleg á stofnuninni.
Tiodielis saga er ævintýri sem sver sig í ætt við riddarasögur. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tove Hovn Ohlsson mag. art. annaðist þessa frumútgáfu sögunnar.
Nú lítur dagsins ljós endurskoðuð útgáfa af Einu sinni átti ég gott. Hér er að finna allt frá bænum og fallegum vögguvísum til kveðskapar um Grýlu og hennar hyski ásamt öðrum barnafælum. Ekki er víst að sá kveðskapur hafi alltaf átt að hræða börnin til þess að vera góð, hann getur einnig vakið spennandi hrylling, sem krökkum þykir enn skemmtilegur. Og strákum og stelpum fyrri alda var, ekkert síður en nútímabörnum, dillað yfir ýmsum kveðlingum sem víkja að líkamlegum þörfum. Þannig vísur er hér einnig að finna en inn á milli eru síðan sungnar eða mæltar fram sérkennilegar þulur, skemmtilegir kveðlingar og stuttar sögur sem hægt er að hafa gaman af, auk vísna sem notaðar hafa verið til að kenna börnum og leika við þau.
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2009 voru afhent á hátíðardagskrá í Ketilhúsinu á Akureyri. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Þorsteini frá Hamri Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2009. Auk þess voru veittar tvær sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þær fengu Þórbergssetur á Hala og Baggalútur.
Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn Det Arnamagnæanske Stipendium Umsókn um báða styrkina
Tilkynning um útgáfu 11. heftis tímaritsins Orð og tunga
Út er kominn geisladiskurinn Heyrði ég í hamrinum þar sem heyrast raddir sjö kvenna af Snæfjallaströnd, en þær kveða og segja huldufólkssögur.
Handritasafn Árna Magnússonar er í hópi 35 verka sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur sett á sérstaka varðveisluskrá sína.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2010 lausa til umsóknar.
Ármann Jakobsson, hvatningarverðlaun Rannís
Tilkynning um Griplu 19
Tilkynning um nýja vefsíðu verkefnisins
Vorið 2007 var haldin á Akureyri norræn ráðstefna um orðbókafræði – 9. Konference om leksikografi i Norden – á vegum norræna orðabókafræðifélagsins, NFL, og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Nú er komið út ráðstefnurit með greinum sem byggjast á fyrirlestrum af þinginu, alls 37 greinar eftir rúmlega 40 norræna orðabókafræðinga og viðfangsefnin eru fjölbreytileg.
Út er komið ráðstefnurit með 44 greinum sem byggjast á fyrirlestrum sem haldnir voru á 14. norrænu nafnaráðstefnunni sem haldin var í Borgarnesi í ágúst 2007. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Nafnfræðifélagið skipulögðu ráðstefnuna og stofnunin gefur ritið út í samvinnu við NORNA-forlagið í Uppsölum.
Ný nöfn á um fjörutíu býlum bárust örnefnanefnd á síðasta ári. Sum þeirra eru ný af nálinni, eins og Bringubakki, Fagrahorn, Hófgerði, Hrafnsholt og Kögunarhóll en önnur eru þekkt víða um sveitir, t.d. Hlíðarendi og Laufás. Á heimasíðunni er listi yfir nöfnin sem bárust nefndinni en hann er tekinn úr ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2008:
Vakin er athygli á að auglýst hefur verið laus til umsóknar tímabundin staða kennara í íslensku við Manitobaháskóla í Kanada.
Laus er til umsóknar tímabundin kennarastaða í íslensku í Vínarborg. Staðan verður veitt frá 1. september 2009.
Alþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu menntamálaráðuneytis um að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar um íslenska málstefnu.
Í viðtali við Guðrúnu Nordal, forstöðumann stofnunarinnar, í Víðsjá á Rás eitt í gær kom m.a. fram hversu mikilvægt það er að hús yfir starfsemina rísi en upphaflega var áætlað að starfsemin sameinist í húsi íslenskra fræða árið 2011.
Starfsmenn örnefnasviðs stofnunarinnar hafa í samstarfi við Landmælingar Íslands unnið við að staðsetja örnefni á kortasjá sem Landmælingar hafa þróað í samvinnu við Loftmyndir ehf. Samstarf stofnana tveggja og þessi nýja veflausn mun án efa hleypa miklum krafti í skráningu og staðsetningu örnefna í stafrænan gagnagrunn.
Guðrún Nordal, prófessor, hefur tekið við starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er tilnefnd í flokknum: Fræði fyrir ritstjórn og útgáfu bókarinnar Ættartölusafnrit séra Þórðar í Hítardal I-II, útgefandi Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2008.
Ársskýrsla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir árið 2008
Menntamálaráðherra hefur að fenginni umsögn dómnefndar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um prófessorshæfi umsækjenda og stjórnar stofnunarinnar skipað Guðrúnu Nordal í embætti forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til fimm ára frá 1. mars nk.
Vísindanefnd háskólaráðs auglýsir styrki sem ætlaðir eru nýdoktorum (post-docs) í starfi við Háskóla Íslands. Til nýdoktora teljast þeir sem lokið hafa doktorsverkefni sl. fimm ár.
Stofnunin gefur út fréttabréf á ensku til að miðla upplýsingum um kennslu og rannsóknir í fornnorrænum og íslenskum fræðum, ráðstefnur og fundi, bækur og tímarit.
Bókin „Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit“ eftir Kjartan G. Ottósson (1990) hefur um langt skeið verið ófáanleg. Nú er ný prentun á leiðinni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum halda áfram á vorönn með svipuðu sniði og í haust.
Úthlutað hefur verið sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Samtals voru12 viðurkenningar veittar. Tveir fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum voru þeirra á meðal.
Hönnun er hafin við hús yfir stofnunina og íslenskuskor Háskóla Íslands. Grundvöllur hönnunarinnar er tillaga Hornsteina arkitekta ehf., vinningstillaga í samkeppni sem haldin var árið 2008, með sérstæðri sporöskjulaga grunnmynd og útveggjum skreyttum handritatextum.
Menntamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til íslenskunáms við Háskóla Íslands lausa til umsóknar. Stúdentar sem vilja sækja um þessa styrki þurfa að senda umsókn til viðeigandi stjórnvalds í heimalöndum sínum.
Vésteinn Ólason prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður sjötugur 14. febrúar 2009. Af því tilefni mun Hið íslenska bókmenntafélag gefa út afmælisrit honum til heiðurs með ritgerðum um íslenskar bókmenntir að fornu og nýju eftir valinkunna innlenda og erlenda fræðimenn. Greppaminni.