Glíman við orðin. Afmælisrit Guðrúnar Kvaran. Bókarkápa.

Glíman við orðin er úrval ritgerða eftir Guðrúnu Kvaran, greinar sem sýna fjölbreytt viðfangsefni hennar: orðfræði, orðsifjar, nafnfræði, biblíumál og sögu íslenskrar málfræði.

Bóksalar velja bestu bækurnar í sjónvarpsþættinu Kiljunni. Skjáskot af ruv.is

Bóksölum landsins finnst Íslenska teiknibókin, 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar og Árleysi alda vera á meðal bestu bóka í ár.

Snorri Sturluson. Mynd/Kristín M. Jóhannsdóttir

Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2014 voru auglýstir í júlí sl. með umsóknarfresti til 1. nóvember. Sjötíu og ein umsókn barst frá tuttugu löndum.

teiknibokin_2

Út er komin glæsileg bók Guðbjargar Kristjánsdóttur listfræðings, Íslenska teiknibókin, með vönduðum myndum og ítarlegri umfjöllun um listamennina fjóra sem komu að gerð handritsins

Leiftur á horfinni öld

Í Leiftri á horfinni öld er fengist við einfalda en margræða spurningu: Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? Höfundur er Gísli Sigurðsson. Ritið er tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Guðbjörg Kristjánsdóttir og Gísli Sigurðsson hlutu tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Tvær tilnefningar í flokki fræðirita tengjast stofnuninni: Teiknibókin og Leiftur á horfinni öld.

www.pix.is-487_2

Margrét II Danadrottning var sérstakur gestur hér á landi í tilefni þess að 13. nóvember voru liðin 350 ár frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara.

Rósa Þorsteinsdóttir

Rósa Þorsteindóttir þjóðfræðingur við Árnastofnun hlýtur verðlaun Konunglegu Gustav Adolfs akademíunnar fyrir fræðastörf sín á sviði þjóðfræðirannsókna.

Ráðstefnan Heimur handritanna í Norræna húsinu 10.-12. október 2013

Ráðstefnan Heimur handritanna er meðal viðburða sem haldnir eru til að minnast þess að í ár eru 350 ár liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara.

66 handrit bókarkápa

Í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara var sýnisbókin 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar gefin út í samstarfi Árnastofnananna beggja og Opnu.

Islensk_malnefnd_landsc_einf

Að þessu sinni beinir Íslensk málnefnd sjónum sínum sérstaklega að íslensku sem öðru máli og þá einkum og sér í lagi að börnum af erlendum uppruna og skólastarfi.

dagur_islenskrar_tungu

Jórunn Sigurðardóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2013. Máltæknisetur og Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins hlutu sérstakar viðurkenningar.

Margrét Danadrottning viðstödd hátíðarhöld á afmælisári Árna Magnússonar

Hennar hátign Margrét II Danadrottning hefur þekkst boð um að vera viðstödd hátíðarhöld í tilefni þess að 13. nóv. nk. verða 350 ár liðin frá fæðingu Árna Magnússonar.

Brodda Broddasyni veitt viðurkenning úr Móðurmálssjóði

Broddi Broddason fréttamaður hlaut viðurkenningu úr Minningarsjóði Björns Jónssonar - Móðurmálssjóðnum fyrir vandað málfar í fjölmiðlum.

Guðrún Ása Grímsdóttir

Ævisögur ypparlegra merkismanna eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík; Guðrún Ása Grímsdóttir annaðist útgáfu en útgefendur bókarinnar eru Góðvinir Grunnavíkur-Jóns.

Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, afhenti forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna.

Beygingarlýsing íslensks nútímamáls

Ný vefsíða Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls hefur verið opnuð. Þar má leita að orðum og einstökum beygingarmyndum orða, þ.m.t. mannanöfnum.

Þorsteinn Pálsson og Katrín Jakobsdóttir

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Þorstein Pálsson formann stjórnar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Katrínu Jakobsdóttur varaformann.

Frá ráðstefnunni

Arnaldur Indriðason hélt erindi fyrir fullu húsi á ráðstefnunni Heimur handritanna. Arnaldur kom víða við, talaði um það sem ungir rithöfundar geta lært af hinum fornu textum.

Handrit úti-9 hi

Stofnunin hefur gefið út Handritakort Íslands. Handrit tengjast öllum landshlutum og handritin 43 á kortinu dreifast nokkuð jafnt um landið. Texti kortsins er á íslensku, dönsku, ensku og þýsku.

Boðið er upp á námskeið í Borgarfirði í vetur um tengsl Gerplu og Fóstbræðrasögu. Fræðimenn kryfja og varpa ljósi á sögurnar. Úlfar Bragason er einn af sex leiðbeinendum.

 

Bjarki Karlsson

Bjarki Karlsson, doktorsnemi í íslenskri málfræði, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2013. Verðlaunin voru veitt fyrir ljóðahandritið Árleysi alda. Ljóðin komu út á bók í gær í útgáfu Uppheima. Bjarki hefur lengi unnið að óðfræðivefnum Braga með Kristjáni Eiríkssyni á stofnuninni.

 

AM 187 8vo, Dipl. Dan LX 22

Í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar hefur verið opnuð sýning í háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn með myndum af handritum Árna í Den Arnamagnæanske Samling.

hrafnseyri

Ákveðið hefur verið að endurtaka hátíð til að minnast Hrafns Sveinbjarnarsonar í Reykjavík 5. október þar sem aðeins tókst að flytja brot úr dagskránni á Hrafnseyri 24. ágúst sl.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Miðaldastofa gengst í vetur fyrir röð fyrirlestra um klausturmenningu á Íslandi og Norðurlöndum á miðöldum. Fyrsta fyrirlesturinn flytur Albína Hulda Pálsdóttir dýrabeinafornleifafræðingur 3. október.

_mg_6685_2

Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóra OECD heimsótti stofnunina í Árnagarði föstudaginn 27. september. Hann skoðaði valin handrit úr safninu í fylgd forstöðumanns, og sýndi þeim og efni þeirra mikinn áhuga.

Fegurðin á Laugaveginum, gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur

Leit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands eftir hugmyndum um fegurstu orð íslenskrar tungu hefst í dag, 24. september, í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Árni Magnússon (1663 - 1730)

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt styrkveitingu að upphæð tólf milljónir króna til stofnunarinnar. Styrkurinn er veittur vegna hátíðahalda og ýmissa verkefna í tilefni af því að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar í nóvember á þessu ári.

Styrkþegar mennta- og menningarmálaráðuneytis í íslensku sem öðru máli við HÍ veturinn 2013-2014. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Í hópi styrkþega frá 1949 eru margir háskólaprófessorar í norrænum fræðum, íslenskukennarar við erlenda háskóla og mikilvirkir þýðendur íslenskra bókmennta.

Ásta Svavarsdóttir. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Málþing um erfðarmál verður haldið 19.-21. september. Fjallað verður um rannsóknir á tungumálum innflytjenda í Ameríku og afkomenda þeirra, þar á meðal á vestur-íslensku. 

Guðrún Nordal. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

„Íslenskan er ekki lúxusmál; hún er okkar mál. Engir aðrir munu rækta hana betur og efla í tölvuheimum en við sjálf...“ segir Guðrún Nordal í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Hákonar Saga I–II. Íslenzk fornrit XXXI–XXXII

Út er komin Hákonar saga í ritröðinni Íslenzk fornrit (tvö bindi). Hákonar saga er merkasta heimild sem varðveitt er um sögu Noregs á 13. öld. Sagan er rituð 1264-65 af Sturlu Þórðarsyni sagnaritara að beiðni Magnúsar konungs Hákonarsonar.

Arnaldur Indriðason rithöfundur

Skráningarfrestur á ráðstefnuna Heimur handritanna rennur út 15. september. Sérstakur gestur verður Arnaldur Indriðason. Um ráðstefnuna og fleira má lesa í rafrænu fréttabréfi stofnunarinnar.

Líffærafræði leturs er sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur.

Líffærafræði leturs er sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur. Handskriftin er unnin upp úr einu elsta varðveitta handriti Íslendinga frá um 1250, Egils sögu Skallagrímssonar.

Erlendir nemendur á alþjóðlegri miðaldabraut með forstöðumönnum námsins. Mynd/Guðmundur Hörður Guðmundsson.

Á þessu hausti hefja 29 meistaranemar nám á alþjóðlegu miðaldafræðibrautunum Medieval Icelandic Studies (MIS) og Viking and Medieval Norse Studes (VMN) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Auður Ava Ólafsdóttir. Ljósmyndari: Anton Brink.

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin 11.-15. september 2013. Sautján höfundar frá sextán löndum taka þátt og tíu íslenskir. 

handrit2

Alþjóðlega ráðstefnan ,,Heimur handritanna" verður haldin í Reykjavík 10.-12. október 2013. Ráðstefnan er öllum opin og ekki þarf að greiða fyrir þátttöku. Dagskrá og nánari upplýsingar eru á vef stofnunarinnar:

Snorri Sturluson. Mynd/Kristín M. Jóhannsdóttir

Stofnunin auglýsir styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2014 lausa til umsóknar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum á sviði mannvísinda.

Gamla Kaupfélagið í Breiðdalsvík. Mynd fengin af vef Breiðdalsseturs.

8. júní s.l. var haldið á Breiðdalssetri á Breiðdalsvík málþing um austfirskt mál og málnotkun með hliðsjón af rannsóknum Stefáns Einarssonar.

Bragi Valdimar Skúlason og Margrét Eggertsdóttir. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Bragi Valdimar Skúlason, textasmiður og fóstra Kvæðabókar úr Vigur, opnar sýningu í Vigur 25. júní. Um hana og fleira má lesa í fréttabréfi stofnunarinnar.

Gamla Kaupfélagið í Breiðdalsvík. Mynd fengin af vef Breiðdalsseturs.

Laugardaginn 15. júní flytur Atli Ásmundsson, fyrrverandi aðalræðismaður í Winnipeg, erindið Vinir í vestri. Líf og starf meðal Vestur-Íslendinga í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík.

Táknmál

7. júní voru tvö ár liðin frá því lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls gengu í gildi. Að því tilefni hefur Málnefnd um íslenskt táknmál lokið skýrslu um stöðu íslensks táknmáls.

Steinunn Sigurðardóttir opnaði örsýningu handrita á Þingeyrum 31. maí 2013. Mynd/Ingibergur.

Steinunn Sigurðardóttir opnaði á dögunum örsýningu handrita á Þingeyrum og færði heimamönnum nákvæma eftirgerð af Flateyjarbók.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Mánudaginn 3. júní flytur Margaret Cormack prófessor erindi um dýrlinga og drauga, engla og álfa, breytingar á trú og viðhorfum Íslendinga frá miðöldum til nútímans.

Jenni Haukio, Guðrún Nordal og Sauli Niinistö forseti Finnlands 28. maí 2013. Mynd/Jóhanna Bergmann.

Forseti Finnlands Sauli Niinistö og kona hans Jenni Haukio heimsóttu handritasýninguna í gær ásamt sendinefnd. Guðrún Nordal forstöðumaður fylgdi þeim um sýninguna.

 

Nyhavn í Kaupmannahöfn. Mynd fengin af vef Kaupmannahafnar.

Ríkisstyrkur Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2013 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Kaupmannahöfn.

Vigdís Finnbogadóttir opnaði norska hluta ISLEX-veforðabókarinnar í Bergen, maí 2013. Mynd/Þorsteinn G. Indriðason.
ISLEX opnun 27.05.2013

21. maí var norski hluti ISLEX-veforðabókarinnar opnaður við hátíðlega athöfn í Bergen. Vigdís Finnbogadóttir opnaði orðabókina og Johan Myking ávarpaði samkomuna.

Norræna húsið
Norræna húsið

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samvinnu við Norræna húsið, efnir til málstofu um kennslu og rannsóknir á norrænum tungumálum dagana 27. og 28. maí nk.

Akureyrarkirkja. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þing norrænu málnefndanna verður haldið á Akureyri 28.–29. ágúst. Þema þess er Framtíð norrænna mála í tölvu- og upplýsingatækni. Þingið er opið öllum sem áhuga hafa á efninu.

Vigdís Finnbogadóttir opnar örsýningu handrita á Skriðuklaustri 18. maí 2013. Mynd / Guðvarður Már Gunnlaugsson

Vigdís Finnbogadóttir opnaði örsýningu handrita á Skriðuklaustri um helgina og færði heimamönnum nákvæma eftirgerð af Margrétar sögu sem er skinnbók frá um 1500.

Ragnar Stefánsson og Hugleikur Dagsson lýsa upplifun sinni við opnun örsýningar handrita í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 12. maí 2013. Mynd / Margrét Víkingsdóttir

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og Hugleikur Dagsson myndasöguhöfundur opnuðu örsýningu handrita á Dalvík 12. maí og færðu heimamönnum eftirgerð Physiologus.

Charlotte Bøving opnar örsýningu handrita í Húsinu á Eyrarbakka 10. maí 2013.

Þá er handritið AM 748 Ib 4to komið alla leið heim. Charlotte Bøving leikari og Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor opnuðu örsýningu handrita á Eyrarbakka.

Charlotte Bøving og Gísli Sigurðsson. Mynd/Aðalheiður Guðmundsdóttir.

Nú heldur hringekjan áfram með handrit um landið. Charlotte Bøving leikari opnar sýningu á Eyrarbakka á föstudaginn. Um hana og fleira má lesa í fréttabréfi stofnunarinnar.

Íðorðasafn í alþjóðastjórnmálum og stjórnmálafræði
Íðorðarit 03.05.2013

Gefin hafa verið út tvö rit í röðinni Íðorðarit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Íðorðasafn í alþjóðastjórnmálum og stjórnmálafræði og Íðorð í faraldsfræði.

Orð og tunga 15

Þema heftisins er Íslenska sem viðfangsmál í íslensk-erlendum orðabókum. Sjónarmið og aðferðir við öflun, val og framsetningu efnisins.

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir hefur hlotið styrk að upphæð 240.000 evrum til að vinna rannsóknarverkefni sitt í samstarfi við stofnunina og Harvard háskóla.

Nemendur við Beijing Foreign Studies University vorið 2013 ásamt rektor háskólans og Jónínu Leósdóttur rithöfundi.

Íslenskukennsla hófst við Beijing Foreign Studies University haustið 2008. Leitað er eftir kennara til að taka að sér kennsluna á næsta skólaári.

Kjartan Sveinsson afhendir Sigurði Þórólfssyni Staðarhólsbók rímna í Saurbæ 28. apríl 2013. Mynd//Valdís Einarsdóttir.

Fyrsta ferðin með handritin alla leið heim var farin í gær, í heimahérað Árna Magnússonar. Kjartan Sveinsson tónlistarmaður og fóstra afhenti Dalamönnum eftirgerð handritsins.

Charlotte Bøving, Bragi Valdimar Skúlason, Kjartan Sveinsson, frú Vigdís Finnbogadóttir og Hugleikur Dagsson. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Fóstrur handrita komu saman í Árnagarði síðasta vetrardag. Fóstrurnar fara ásamt handritafræðingi og afhenda eftirlíkingu handrita í heimahéraði.

Harpa

Stærsta máltækniráðstefna heims, LREC, verður haldin á Íslandi 26. maí – 1. júní 2014. Ráðstefnan verður í Hörpu og leggur undir sig allt húsið.

Ana Stanićević, Katelin Parsons, Sigrún Helgadóttir, Kristín Una Friðjónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Friðrik Daðason og Matthew David Deaves. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Mörkuð íslensk málheild opnuð, uppgötvuð handrit í Winnipeg, Skrambi, íðorð í stjórnmálum, tónlist, hvers vegna læra menn íslensku.

Nemar í sumarskóla í íslensku.
Sprotar 10.04.2013

Ársfundur stofnunarinnar verður haldinn 10. apríl. Á fundinum verður sjónum beint að verkefnum yngri kynslóðar fræðimanna og listamanna sem hafa eflt starf stofnunarinnar.

Sorbonneháskóli í París

Staða íslenskukennara við Sorbonneháskóla í París er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna hefur verið lengdur til 2. apríl 2013

Hannesarholt við Grundarstíg 10.

Rannsóknarkvöld verður haldið 20. mars kl. 20 í Hannesarholti. Guðrún Ása Grímsdóttir heldur erindið 'Landnámsjörð, aðalból og kirkjustaður í Vatnsfirði við Djúp'.

Háskóli Íslands

Hugvísindaþing verður haldið 15. og 16. mars í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Í ár er boðið upp á ríflega 100 fyrirlestra í um 30 málstofum.

Hús íslenskra fræða. Fyrsta skóflustungan. Ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir.

Framkvæmdir við nýbyggingu Húss íslenskra fræða hófust með táknrænum hætti í gær þegar Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna.

Íslenskt mál

34. hefti tímaritsins Íslensks máls og almennrar málfræði er komið út. Ritstjórar eru Haraldur Bernharðsson og Höskuldur Þráinsson.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Ásdís Egilsdóttir flytur erindið Hversu íslenskir eru íslenskir dýrlingar? í Árnagarði stofu 422, 7. mars kl. 16.30.

 

fuji

Nobuyoshi Mori, prófessor við Tokaiháskóla í Japan, flytur fyrirlestur 7. mars í stofu 101 í Odda, kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Vandinn að þýða íslensk ljóð á japönsku“.

Pétur Gunnarsson rithöfundur

Er kannski eitthvað áþekkt sem við komum ekki auga á en seinni tímar eiga eftir að sjá? Eitthvað sem var þarna kannski allan tímann og gæti létt okkur lífið. Gerbreytt því jafnvel?

Hannesarholt við Grundarstíg 10.

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið  27. febrúar kl. 20 í Hannesarholti. Bjarki Karlsson ræðir um rím og tíðni þess í íslenskum dægurlagatextum.

Stúdentar. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Staða íslenskukennara við Sorbonneháskóla í París er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2013.

Gluggað í bók. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Ný útgáfa kveðskapar í konungasögum. Út er komið 1. bindi í heildarútgáfu dróttkvæðanna, Poetry from the Kings’ Sagas 1: From Mythical Times to c. 1035.

Hanne-Vibeke Holst

Rithöfundurinn Hanne-Vibeke Holst kemur fram á höfundakvöldi 20. febrúar í tilefni þess að Iðrun er komin út hér á landi. Þýðandinn, Halldóra Jónsdóttir, talar við Hanne-Vibeke.

Stofnunin gefur út fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar. Nýtt fréttabréf var að koma út og hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. .

Guðrún Kvaran. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Guðrún Kvaran stofustjóri orðfræðisviðs hlaut 1.298.000 króna styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands til að vinna verkefni sem nefnist Málheild fyrir tímaritatexta frá 1870-1920.

Katrín Jakobsdóttir fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra myndar táknið menning.

Mánudaginn 11. febrúar verður dagur íslenska táknmálsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Í tilefni af því er efnt til málþings um málumhverfi heyrnarlausra barna á Íslandi.

Merkurius – örnefni. www.stjornufraedi.is

Sævar Helgi Bragason flytur erindi á fræðslufundi Nafnfræðifélagsins 9. febrúar. Hvernig stendur t.d. á því að gígur á Merkúríusi er nefndur eftir íslenskri myndlistarkonu?

 

Handrit. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Þeirra tímamóta verður minnst með ýmsu móti. Í október er áformað að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um handritafræði.

Hannesarholt við Grundarstíg 10.

Katelin Parsons flytur erindið Kóngurinn drekkur kryddað vín: Tvö íslensk matreiðslukver frá 17. öld í Hannesarholti á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða 30. janúar kl. 20.

Esjan. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ verður haldin í 27. skipti 26. janúar og hefst kl. 10:30. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um mál og málvísindi.

Sætt blóm. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir málþingi 26. janúar kl. 14-17. Sérfræðingar um passíusálmana kynna rannsóknir sínar og svara spurningum. Aðgangur er ókeypis.

Griplukápa XXIII

Gripla er mikil að vöxtum að þessu sinni, 11 ritrýndar greinar auk samtínings á tæplega 400 síðum. Gripla er ritrýnt tímarit um rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða.

Bókahillur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Tvö verkefni sem unnin verða í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa hlotið styrk úr Rannsóknasjóði.

Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, verkefni, viðburði og fleira.

Akureyrarkirkja. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Reynslusögur kvenna á Akureyri frá seinni heimstyrjöld er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna. Nemandi: Anna Kristín Gunnarsdóttir. Leiðbeinandi: Rósa Þorsteinsdóttir.

Árni Magnússon (1663 - 1730)

13. nóvember verða 350 ár liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Þeirra tímamóta verður minnst með ýmsu móti.

Hús íslenskra fræða

Þau miklu gleðitíðindi urðu við afgreiðslu fjárlagaársins 2013 að tryggð var fjárveiting til byggingar Húss íslenskra fræða.

Jarteinabók Gunnvarar matargóðu. Afmælisrit Mette.

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa til gamans út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.

Rósa Þorsteinsdóttir

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur á Árnastofnun flytur erindi um borgfirskar sagnakonur í Reykholti 15. janúar: „Hefði botnlanginn verið lengri, þá hefði sagan orðið lengri“.