Góssið hans Árna. Kápa.

Góssið hans Árna. Minningar heimsins í íslenskum handritum er greinasafn með 11 greinum um valin íslensk handrit. Ritstjóri er Jóhanna Katrín Friðriksdóttir.

Sogið. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Tíunda tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

Árni Magnússon (1663 - 1730)
Í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar stóð Nordisk forskningsinstitut fyrir málþingi um handritasafn Árna. Fyrirlestrarnir eru nú aðgengilegir á heimasíðu stofnunarinnar.
Snorri Sturluson. Mynd/Kristín M. Jóhannsdóttir

Sextíu og tvær umsóknir frá tuttugu og níu löndum bárust um Snorrastyrki 2015. Styrkina hljóta Rasa Baranauskiené, Alison Finlay og Oleksandr Mykhed.

Ted Andersson flytur lykilfyrirlestur fyrir fullu húsi á alþjóðlegu ráðstefnunni Sturla Þórðarson 1214–2014. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Alþjóðlega ráðstefnan Sturla Þórðarson 1214–2014 var haldin í Norræna húsinu 27.–29. nóvember sl. Þátttaka var góð en um 160 manns sóttu þingið þegar mest var. Erindin verða birt í ráðstefnuriti.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir starf forvarðar á handritasviði laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf.

Birna Arnbjörnsdóttir, Úlfar Bragason, Lára Aðalsteinsdóttir, Kristín Viðarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir

Vefnámskeiðið Icelandic Online hlaut sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir stuðning. Nú er hafið samstarf við Fróðskaparsetrið í Færeyjum um þróun Faroese Online.

Birna Arnbjörnsdóttir, Úlfar Bragason, Lára Aðalsteinsdóttir, Kristín Viðarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir

Steinunn Sigurðardóttur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2014 og sérstakar viðurkenningar hlutu vefnámskeiðið Icelandic Online og Lestrarhátíð í bókmenntaborg.

Sogið. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Í rafrænu fréttabréfi stofnunarinnar má m.a. lesa um viðburði sem haldnir eru til heiðurs merkismönnunum Árna Magnússyni, Sturlu Þórðarsyni og Jónasi Hallgrímssyni.

Iðnó. Mynd fengin af vefnum idno.is.

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS og hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis í tilefni af degi íslenskrar tungu verður í Iðnó 15. nóvember.

dagur_islenskrar_tungu

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í nítjánda sinn sunnudaginn 16. nóvember 2014.

Þjóðminjasafn Íslands. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins.

Ráðstefna í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 8. nóvember í tilefni af sjötugsafmæli Jóns G. Friðjónssonar og útkomu bókar hans, Orð að sönnu  − íslenskir málshættir og orðskviðir

Eddukvæði I-II, Íslenzk fornrit

Hið íslenzka fornritafélag kynnir nýja og vandaða útgáfu eddukvæða í tveimur bindum með skýringum og formála eftir Jónas Kristjánsson og Véstein Ólason.

Hallgrimur_Petursson

Laugardaginn 25. október stendur Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir málþingi í Hallgrímskirkju og hefst þingið kl. 14. Meðal fyrirlesara er Margrét Eggertsdóttir.

IcelandicOnline

Hafið er samstarf við Fróðskaparsetur í Færeyjum við þróun Faroese Online en námskeiðið er ætlað innflytjendum í Færeyjum. Fyrirmynd færeyska námskeiðsins er Icelandic Online – Bjargir sem var opnað árið 2010.

Steina og Woody Vasulka kynna sér handritin á Árnastofnun. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari.
Vasulka-Stofa 12.10.2014

Á 130 ára afmæli Listasafns Íslands, 16. október, verður Vasulka-Stofa opnuð og verður þar með undirdeild í safninu. Vasulka-Stofa mun vista gagnasafn vídeólistamannanna, Steinu og Woody Vasulka.

Griplukápa (útg. 2013)

Þau ánægjulegu tíðindi bárust með morgunpóstinum að ákveðið hefur verið að taka Griplu til skráningar í virtasta gagnagrunn fræðitímarita í heiminum, Arts and Humanities Citation Index á vegum Thomson Reuters, frá og með 21. hefti árið 2010.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Í dag verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af fjögurra alda minningu Hallgríms Péturssonar. Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns og stofnunarinnar.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Sjöunda tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

Frímerki: Handrit – 350 ára minning Árna Magnússonar
Frímerki 29.08.2014

Gefin hafa verið út tvö ný frímerki í sameiginlegri útgáfu Íslandspósts og danska póstsins: Handrit – 350 ára minning Árna Magnússonar. Einnig verður gefin út smáörk með þessum frímerkjum undir sama útgáfuheiti.

Bókagjöf úr dánarbúi Önnu Friðriksson. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir
Bókagjöf 29.08.2014

Stofnuninni hefur borist bókagjöf úr dánarbúi Önnu Friðriksson, stofnanda Hljóðfærahúss Reykjavíkur. Engin bókanna var til í íslensku bókasafni samkvæmt Gegni.

Haukur Þorgeirsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á handritasviði stofnunarinnar. Haukur mun m.a. bera ábyrgð á þátttöku sviðsins í verkefnum sem tengjast stafrænni miðlun en hann hefur stundað nám í tölvunarfræði og íslensku við Háskóla Íslands.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir starf á skrifstofu stofnunarinnar laust til umsóknar. Um er að ræða 50% starf ótímabundið.

DR2_2

Ísland er í brennidepli í þættinum „Anne og Anders på sporet af det tabte land˝ (3:4) þar sem fjallað er um mat og menningu hér á landi.

Úr Flateyjarbók. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Dagana 27.–29. nóvember 2014 verður haldin alþjóðleg ráðstefna til heiðurs Sturlu Þórðarsyni, skáldi og sagnaritara, en í sumar voru 800 ár liðin frá fæðingu hans.

Handritasyrpa, kápumynd. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Út er komin bókin Handritasyrpa, rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013. Í bókina skrifa vinir og samstarfsmenn Sigurgeirs greinar sem allar fjalla um handrit á einn eða annan hátt. 

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Opnuð hefur verið í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sýningin Pappírshandrit og skinnblöð. Um er að ræða sumarsýningu á vegum handritasafns í Landsbókasafni.

Úr Flateyjarbók. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Sturla Þórðarson, sagnaritari og skáld, fæddist 29. júlí 1214 og á þessu ári eru 800 ár liðin frá fæðingu hans. Sturluhátíð verður haldin að Tjarnarlundi í Saurbæ 27. júlí.

Háskóli Íslands

Norrænu þjóðtungurnar eiga í vök að verjast fyrir ásókn enskunnar innan norrænna háskóla. Það á við um ritun fræðilegra greina og prófritgerða í framhaldsnámi, t.d. í doktorsnámi.

Guðmundur Hálfdánarson kennir Íslandssögu í sumarskóla í íslensku. Mynd // Ármann Gunnarsson.

Í dag, mánudaginn 7. júlí, hefst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku. Þrjátíu og þrír stúdentar taka þátt að þessu sinni og koma þeir frá tólf löndum.

Kennsla í íslensku sem öðru máli. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Megináherslan er á spurninguna um hvort kennsla og rannsóknir fara fram á viðkomandi þjóðtungu eða á ensku og hvernig hægt er að láta þetta tvennt fara saman.

Styrkþegar Hagþenk­is 2014

 Þrett­án millj­ón­um hefur verið ráðstafað til 31 verk­efn­is úr sjóði Hagþenk­is. Árni Heimir Ingólfsson, Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, gestafræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, eru á meðal styrkþega. Verkefni Árna Heimis er um Jón Leifs og íslenska tónlist en Guðrúnar og Þórunnar um bókmenntasögu Jóns Ólafs­son­ar úr Grunna­vík.

 
Mynd af tákninu DÖFF (=einstaklingur sem tilheyrir táknmálssamfélaginu og menningu döff).

Fjórtándi júní verður framvegis dagur spænska og katalónska táknmálsins. Þennan dag árið 1936 var Félag heyrnarlausra á Spáni stofnað.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Sjötta tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

LREC - Hluti af stúdentahópnum og staðarnefndinni

LREC-ráðstefna um máltækni var haldin í Hörpu á dögunum. Ráðstefnuna sóttu um 1200 manns frá 75 löndum og var hún því álíka fjölmenn og stærstu ráðstefnur sem áður hafa verið haldnar í þessari röð.

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál 2014, táknmál

Þann 7. júní ár hvert ályktar Málnefnd um íslenskt táknmál um stöðu málsins. Málnefndin hefur nú lokið við skýrsluna en hana má nálgast á vefnum.

Frá af­hend­ingu gjaf­ar­inn­ar. Olemic Thomm­essen, for­seti Stórþings­ins, og Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is. mynd/​Ljós­mynd­ari: Åsmund Holien Mo/​Stort­in­get.

Íslendingar færðu Norðmönnum að gjöf endurgerðan hand­rits­hluta Kon­ungs­bók­ar Grágás­ar í tilefni 200 ára afmælis þings og stjórnarskrár Noregs.

Orð og tunga 16

Út er komið 16. hefti tímaritsins Orð og tunga. Í heftinu birtast greinar um mál og málfræði auk ritfregna og frétta af ráðstefnum innan lands og utan.

Stokkhólmur. Mynd fengin af vefnum nyistockholm.se

Árlegt þing norrænu málnefndanna er nú haldið í Stokkhólmi 28.–29. ágúst. Skráningarfrestur er til 15. maí og er þingið opið öllum.

Guðrún Nordal. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Við hljótum að setja í forgang að hugsa til framtíðar um einstakan menningararf okkar og íslenska tungu, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunarinnar í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur.

Úr listasmiðjunni 23. nóvember 2013

Nú stendur yfir á Torginu sýningin Teiknibókin lifnar við. Sýningin er unnin af börnum út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstætt handrit úr safni Árna Magnússonar.

Guðbergur Bergsson og Birna Bjarnadóttir á sléttunni.

Birna Bjarnadóttir, dósent við Manitóba-háskóla, flytur fyrirlestur um ljóðagerð Guðbergs Bergssonar í húsnæði Íslenska esperantósambandsins, Skólavörðustíg 6b, 25. apríl kl. 18.

 

Soffía Guðný Guðmundsdóttir

Út er komið ritið Viskustykki undin Soffíu Guðnýju Guðmundsdóttur fimmtugri 4. apríl 2014. Í ritinu eru um 30 stuttar en bráðskemmtilegar greinar Soffíu til heiðurs.

Bóksala Árnastofnunar febrúar 2014. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Söluhæstu bækurnar á bókamarkaði stofnunarinnar í Árnagarði 4. og 5. febrúar sl. voru Landnámabók og Íslensk málhreinsun: sögulegt yfirlit.

Hallgrímur J. Ámundason á örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Grunninn að örnefnaskráningu í landinu má finna í allt að hundrað ára gömlum skrám hjá örnefnasafni stofnunarinnar. Örnefni eru nú á leið í gagnagrunn Landmælinga þar sem þau verða aðgengileg í vefsjá.

Nýi-Garður Háskóli Íslands

Í málvísindakaffi 11. apríl fjallar Ingunn Hreinberg um veiklun á hömlu ákveðins nafnliðar í máli ungs fólks í dag og mögulegs sambands við nýja setningagerð.

Bjarki Karlsson

„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“ 12. apríl. Kynnir verður Sigurður Karlsson, leikari og þýðandi, sem einnig kynnti „Listaskáldin vondu“ í þessum sama sal árið 1976.

Hannesarholt við Grundarstíg 10.

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður í Hljóðbergi í Hannesarholti í kvöld, 2. apríl, kl. 20. Þá mun Kolfinna Jónatansdóttir flytja fyrirlesturinn „Ragnarök“.

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

3. apríl flytur Gunnar Harðarson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, fyrirlestur sem hann nefnir Viktorsklaustrið í París og norrænar miðaldir.

Nýi-Garður Háskóli Íslands

Í málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ, 4. apríl, heldur Kristján Friðbjörn Sigurðsson erindi um ve/vö frá upphafi til nútíma.

JL húsið, Hringbraut 121

Reykjavíkur Akademían býður til málþings 5. apríl um ástríður og vald. Björn Þorsteinsson, Lára Magnúsardóttir, Benedikt Hjartarson og Guðrún Ingólfsdóttir kynna rannsóknir sínar.

Í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing og afmælishóf 5. apríl. Guðrún Laufey Guðmundsdóttir verkefnisstjóri á stofnuninni fjallar m.a. um söngfróð sálmaskáld.
 

Sætt blóm. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Alþjóðlega ráðstefnan Samlíðan í máli, bókmenntum og samfélagi verður haldin 4.-6. apríl. Alls verða fyrirlestrar á þriðja tug og efni þeirra fjölbreytt.

Nýi-Garður Háskóli Íslands

Í málvísindakaffi 28. mars heldur Sigríður Mjöll Björnsdóttir erindi sem hún nefnir Hrörnun og ófullkomin máltaka. Málvísindakaffið verður að venju kl. 11.45-12.45.

Saltari stilltur og sleginn Svanhildi Óskarsdóttur – afmælisrit frá Mettusjóði, 2014

Út er komið afmælisritið Saltari, stilltur og sleginn Svanhildi Óskarsdóttur fimmtugri. Í ritinu eru yfir 50 stuttar en bráðskemmtilegar greinar Svanhildi til heiðurs.

Þjóðminjasafn Íslands. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins.

26. mars mun Birgitta Wallace, sérfræðingur í fornleifarannsóknum, halda erindi í Þjóðminjasafninu um landnám og búsetu norrænna manna á Vínlandi fyrir rúmlega þúsund árum og ferðalög þeirra um austurströnd Norður-Ameríku.

Katrín Jakobsdóttir fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra myndar táknið menning.

Á degi íslenska táknmálsins, 11. febrúar síðastliðinn, stóðu Málnefnd um íslenskt táknmál og Rannsóknastofa í táknmálsfræðum fyrir málþingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið bar yfirskriftina Tveir heimar mætast – ávinningur samfélagsins af táknmáli og döff menningarheimi  og var mjög vel sótt. Ávinningur samfélagsins alls af táknmáli og döff menningarheimi  kom bersýnilega í ljós, bæði í fræðilegum fyrirlestrum um efnið sem og í reynslusögum og táknmálssöng.

Margrét Valmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri á nafnfræðisviði stofnunarinnar. Margrét er með BA-próf í fornleifafræði og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Þriðja tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

Sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, við undirritun samkomulagsins. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir – 2014

Hafinn er undirbúningur að gerð íslensk-franskrar orðabókar en slík orðabók kom síðast út árið 1950. Verkefnið hefur hlotið styrk frá efri deild franska þingsins og sendiráðið leggur til starfsmann.

Nyhavn í Kaupmannahöfn. Mynd fengin af vef Kaupmannahafnar.

Auglýst er eftir þremur ritstjórum í verkefni Orðabókarinnar við Forskningsinstitut í Kaupmannahöfn.

Háskóli Íslands

Hugvísindaþing 2014 verður haldið dagana 14. og 15. mars í Háskóla Íslands. Athygli er vakin á málstofum undir stjórn fræðimanna og gesta á stofnuninni.

Guðrún Nordal. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur verið endurráðin til næstu fimm ára en hún hefur gegnt stöðu forstöðumanns frá árinu 2009.

Ónefnt blóm. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Laugardaginn 22. febrúar, kl. 13.15 flytur Guðjón Ragnar Jónasson menntaskólakennari fyrirlestur á vegum Nafnfræðifélagsins sem hann nefnir Um sunnlenskar hjáleigur.

AM 187 8vo, Dipl. Dan LX 22

Vefur um handritasafn Árna Magnússonar hefur verið opnaður hjá Nordisk forskningsinstitut í Danmörku.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Annað tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

Steina og Woody Vasulka kynna sér handritin á Árnastofnun. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari.
Góðir gestir 05.02.2014

Steina Vasulka vídeólistamaður og maður hennar Woody eru nú á Íslandi að kynna sér handritin í safni Árnastofnunar og myndefni þeirra.

Bóksala stofnunarinnar 2011. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Ýmsar eldri útgáfur stofnunarinnar eru nú á tilboðsverði. Bækurnar verða til sýnis í Árnagarði 4. og 5. febrúar frá kl. 11-14. Verð er frá 200 kr. en algengt verð er 600 og 800 kr.

Orðasafn í líffærafræði. Íðorðarit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 3. Kápan.

Orðasafn í líffærafræði er komið út. Í orðasafninu eru íslensk, ensk og latnesk heiti um stoðkerfi líkamans og íslenskar skilgreiningar eða lýsingar allra hugtaka.

Skjáskot af ruv.is

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent í gær. Guðbjörg Kristjánsdóttir hlaut verðlaun fyrir Íslensku teiknibókina, Andri Snær fyrir Tímakistuna og Sjón fyrir Mánastein.

Kristján Eiríksson. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Klukkan átta næstkomandi fimmtudagskvöld, 23. janúar, heldur Kristján Eiríksson fyrirlestur um Braga – óðfræðivef í húsnæði Íslenska esperantosambandsins á Skólavörðustíg 6b.

Gluggað í bók. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2014. Tvö verkefni sem unnin verða í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrk.

Háskóli Íslands

Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands árið 2014 er lokið. Þrjú verkefni sem hlutu styrki tengjast Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ásta Svavarsdóttir. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Ásta Svavarsdóttir rannsóknardósent hefur tekið við sem stofustjóri orðfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Þjóðminjasafn Íslands. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins.

28. Rask-ráðstefnan verður haldin 25. janúar. Haldnir verða 12 fyrirlestrar með hefðbundnu sniði en auk þess er sérstakur liður helgaður Jóni R. Gunnarssyni sem lést sl. haust.

handrit2

Við handritasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er laust til umsóknar starf rannsóknarlektors með 40% rannsóknarskyldu. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á rannsóknarsviði stofnunarinnar.

Örnefni. Mynd: Hallgrímur J. Ámundason.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir starf verkefnisstjóra á nafnfræðisviði stofnunarinnar laust til umsóknar. Um er að ræða 70% starf til tveggja ára.

Fréttabréf 1/2014

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Fyrsta tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

Griplukápa (útg. 2013)

Gripla er stútfull af áhugaverðu og vönduðu efni nú sem fyrr, níu fræðigreinar auk samtínings. Ritstjórar eru Jóhanna Katrín Friðriksdóttir og Viðar Pálsson.

Íslenska teiknibókin. Sýning í Gerðarsafni. Mynd/Arnaldur Halldórsson

Gerðarsafn í Kópavogi verður opið á safnanótt. Safnstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Íslenska teiknibókin, skrifarastofan verður opin og listasmiðja fyrir fjölskylduna.