Nyhavn í Kaupmannahöfn. Mynd fengin af vef Kaupmannahafnar.
Ríkisstyrkur Árna Magnússonar fyrir árin 2016 og 2017 og styrkur Sjóðs Árna Magnússonar fyrir árið 2016 eru lausir til umsóknar. 
Svanafjaðrir skornar Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur fimmtugri
Nýlega kom út rit á vegum Mettusjóðs: Svanafjaðrir skornar Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur fimmtugri 2. júlí 2015. 
Snorri Sturluson. Mynd/Kristín M. Jóhannsdóttir

Kathleen Forni, Leszek Gardela og Lena Rohrbach hlutu styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2016.

Þjóðminjasafn Íslands. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins.
Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 2. desember.
Guðmundur Hálfdánarson forseti Hugvísindasviðs óskar Emily Lethbridge, ásamt Hjördísi Ernu Sigurðardóttur, til hamingju með Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2015
Icelandic Saga Map vann til fyrstu verðlauna í árlegri samkeppni Háskóla Íslands.
Guðjón Friðriksson og Bubbi á degi íslenskrar tungu 2015
Á degi íslenskrar tungu eru jafnan veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar í þágu íslenskunnar. 
Árna Magnússonar fyrirlestur 2015. Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir
Fyrirlestur til heiðurs Árna Magnússyni á afmælisdegi hans var fluttur í þriðja sinn 13. nóvember.
Sýning á handritum Njálu nóvember 2015.

Tvö handrit Njáls sögu voru til sýnis í Sögusetrinu á Hvolsvelli helgina 7.-8. nóvember í tilefni af 1000 ára afmæli Njáluloka.

 

Flateyjarbók annað bindi. Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir
Nýjar myndir af Flateyjarbók eru meðal fjölmargra ljósmynda í opnum aðgangi á handritavefnum handrit.is
Lexia hópur um gerð franskrar orðabókar

Í lok september var fyrsti vinnufundur aðstandenda íslensk-franskrar orðabókar haldinn í Reykjavík. 

Heiður og huggun Þórunn
Bókin Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir dr. Þórunni Sigurðardóttur er komin út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 
astumal_afmaelisrit_2
Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
Vaxhólkar
Stafræn yfirfærsla gamalla hljóðrita og rafræn varðveisla sýninga. Fyrirlestur á vegum Félags íslenskra safna-og safnmanna (FÍSOS) miðvikudaginn 14. október kl. 12:05-13:00.
Háskóli Íslands
Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands sæmdi prófessor Carol J. Clover heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 2. október.
Stokkhólmur. Mynd fengin af vefnum nyistockholm.se
Fyrr á árinu var settur á fót starfshópur til að samræma og uppfæra heiti erlendra ríkja sem koma fyrir í íslenskum textum.
Þingholtsstræti 29
Alþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er til húsa að Þingholtsstræti 29.
Kristín Una Friðjónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri í hálfsdagsstarf á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Vesturfarar. Mynd: Þjónminjasafn Íslands

Þverfagleg málstofa um vesturíslenskt mál og menningu verður á fimmtudögum í haust. Málstofan er öllum opin en þar verður gefið yfirlit yfir þróun íslensku og íslenskrar menningar í Vesturheimi og samspil máls og menningar þar allt frá upphafi vesturferða til dagsins í dag.

Sogið. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Sjötta tölublað ársins 2015 hefur verið sent áskrifendum. Fréttabréfið má einnig lesa á vefnum.
Laugavegur 13. Skjáskot af ja.is/kort

Hluti af starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flust á Laugaveg 13, 101 Reykjavík. Um er að ræða sviðin sem áður voru á Neshaga 16.

Alþjóðlegi sumarskólinn í handritafræðum 2015. Margrét Eggertsdóttir tók myndina.

Alþjóðlega sumarskólanum í handritafræðum lýkur í dag. Þátttakendur eru 52 og koma frá 13 löndum, flestir frá Bretlandi og Þýskalandi. Þetta er tólfta ár sumarskólans en annað hvert ár er kennt í Reykjavík.

Úr skólastofu á sumarnámskeiði í íslensku.
Mánudaginn 6. júlí hefst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku ætlað erlendum háskólastúdentum. Þátttakendur eru þrjátíu og fimm og koma frá þrettán löndum, flestir frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.
Ágústa Þorbergsdóttir afhendir Norðmanninum Jan Hoel hina táknrænu regnhlíf sem merkir að næsta ráðstefna verður í Noregi 2017. Nordterm 2015, Reykjavík, 9.–12. júní
Norrænu íðorðadagarnir Nordterm 2015 voru haldnir í Reykjavík 9.–12. júní. Meginefni ráðstefnunnar var spurningin um ábyrgð á stjórnun íðorðastarfs (Forvaltning af fagsprog i samfundet:  Hvem har ansvaret? Hvem tager ansvaret?).
Sagnalíf – sextán greinar um fornar bókmenntir. Kápumynd.
Út er komið ritið Sagnalíf – sextán greinar um fornar bókmenntir. Í bókinni er úrval greina eftir Jónas Kristjánsson (1924–2014), fyrrverandi forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
hand-684701_640_2
7. júní ár hvert ályktar Málnefnd um íslenskt táknmál um stöðu málsins. Málnefndin hefur lokið við skýrsluna og má lesa ályktun nefndarinnar á vef stofnunarinnar.
Forsíða ársskýrslu 2014. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Ársskýrsla stofnunarinnar fyrir árið 2014 er komin út. Ársskýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar en í vefútgáfu er auk þess yfirlit yfir rit og erindi starfsmanna.
samstarfssamningur2
Í til­efni af hálfr­ar ald­ar af­mæli Há­skóla­sjóðs H/​f Eim­skipa­fé­lags Íslands hafa sjóður­inn og Stofn­un Árna Magnús­son­ar í íslenskum fræðum gert með sér sam­starfs­samn­ing um að sjóður­inn styrki verk­efni á veg­um Árna­stofn­un­ar sem felst í því að safna upp­lýs­ing­um um hand­rit í Vest­ur­heimi og skrá á sta­f­rænt form. Styrk­ur­inn er til þriggja ára og nem­ur 3,7 millj­ón­um króna á ári eða alls 11,1 millj­ón­ir króna.
Hallgrímur J. Ámundason á örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir
Hall­grím­ur J. Ámunda­son, ís­lensku­fræðing­ur og ör­nefna­fræðing­ur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur farið af stað með söfn­un ör­nefna og annarra heita í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.
Esjan. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.
Með sjóðnum er ætlunin að styðja við verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Tilgangurinn er annars vegar að efla og vernda íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almennin
Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Signe Hjerrild Smedemark hefur verið ráðin forvörður við stofnunina. Signe er með meistaragráðu frá Det kongelige danske kunstakademis skoler for arkitektur, design og konservering í Kaupmannahöfn og B.S. próf í forvörslu frá háskólanum í Gautaborg.

Íslenskan er málið: Ársfundur 2015 - dagskrá

Ársfundur stofnunarinnar verður haldinn 20. maí kl. 8.15–10. Ný viðfangsefni kalla á nýjan orðaforða og á hverjum degi verða til ný orð sem fanga nýja hugsun og nýjar uppgötvanir. 

Grunnskólanemar á Akranesi á handritakynningu Svanhildar Maríu Gunnarsdóttur safnkennara á Árnastofnun. Bókasafn Akraness, 11.–18. mars 2014.

Grunnskólanemendur víðsvegar um landið hafa notið fræðslu um handritin, fornt handverk, bókagerð og menningu miðalda, Árna Magnússon handritasafnara o.fl.

Norræna húsið
Málþing um íslensku sem annað og erlent mál verður haldið í Norræna húsinu 29. maí. Tekin verður til umfjöllunar fræðsla útlendinga í íslensku máli og menningu og þjálfun/stuðningur við menningarfærni þeirra. Nánari upplýsingar og skráning:
handrit2

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á Landsskrá Íslands. Tilgangur UNESCO með verkefninu Minni heimsins (Memory of the World), ásamt samnefndri varðveisluskrá, er að vekja athygli á mikilvægum skráðum menningararfi heimsins með því að útnefna skráðar heimildir (documentary heritage) sem hafa sérstakt varðveislugildi.

Orð og tunga, kápumynd.

Út er komið 17. hefti tímaritsins Orðs og tungu. Ritið geymir sjö ritrýndar greinar auk eins ritdóms. Ritstjóri er Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor.

Ari Páll Kristinsson. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir
Að minnsta kosti frá 1929 hafa gilt reglur um frágang íslensks ritmáls án c q w og síðan 1974 hefur ekki heldur verið þörf á z til að rita íslensk orð rétt samkvæmt íslenskum ritreglum.
ISLEX-hópurinn við listaverk sem er tákn fyrir grettistak. Á móðurmálsdegi Færeyinga, 25. mars 2015.

Færeyski hluti ISLEX-orðabókarinnar var opnaður við hátíðlega athöfn í Færeyjum í gær á móðurmálsdegi Færeyinga.

Rósa Þorsteinsdóttir

Út er komin bókin Íslenskar alþýðusögur á okkar tímum eftir dr. Konrad Maurer sem er þýðing á þjóðsagnasafni sem út kom í Þýskalandi árið 1860. Maurer ferðaðist á hestbaki um Ísland sumarið 1858. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ritstýrir bókinni og skrifar inngang.

 

Landnámssýningin við Aðalstræti 16. Mynd fengin af vefnum www.minjavernd.is
21. mars var opnuð sýning í Borgarsögusafni á handritum sem fengin eru að láni hjá stofnuninni. Valin voru fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur.
100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi (1915–2015)

Í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi birtum við vikulega nýjan pistil um konur í tengslum við fræðasvið stofnunarinnar.

Frá degi íslenska táknmálsins.

Degi íslenska táknmálsins var fagnað í þriðja sinn 11. febrúar síðastliðinn. Í tilefni dagsins stóð málnefnd um íslenskt táknmál, í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Félag heyrnarlausra, fyrir afar vel sóttri menningarhátíð í Tjarnarbíói.

Mynd fengin af vefnum almannaromur.is
Almannarómur er stofnaður til að sinna íslenskri máltækni með það að markmiði að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum, að vernda íslenska tungu, og að stuðla að aðgengi almennings og atvinnulífs að nauðsynlegri tækni.
Sogið. Mynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út rafrænt fréttabréf. Fyrsta tölublað ársins 2015 hefur verið sent þeim sem eru á netfangaskrá stofnunarinnar.

Griplukápa XXIII
Gripla XXIII (2012) er nú aðgengileg á rafrænu formi. Ritstjórar þessa heftis voru Gísli Sigurðsson og Viðar Pálsson. Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári. Það er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða.
Norræna húsið

Stofnunin og Rannsóknarstofa í máltileinkun gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli í Norræna húsinu 29. maí 2015.

Nyhavn í Kaupmannahöfn. Mynd fengin af vef Kaupmannahafnar.

Ríkisstyrkur Árna Magnússonar fyrir árin 2015 og 2016 er laus til umsóknar.

66 håndskrifter fra Arne Magnussons samling
Ritið 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar er nú komið út í danskri og enskri þýðingu. Staldrað er við 66 handrit úr safni Árna, eitt fyrir hvert ár sem hann lifði, og þeim lýst í máli og einstökum myndum.
Bókahillur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.
Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2015. Tvö verkefni sem unnin verða á stofnuninni hlutu styrk.
Gripla 25 - kápumynd

25. árgangur Griplu (2014) kom út fyrir jól í ritstjórn Viðars Pálssonar og Jóhönnu Katrínar Friðriksdóttur. Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda.

Hvað með handritin? Grein úr Morgunblaðinu 31.12 2014 eftir Einar Fal Ingólfsson

Hvað myndu ferðalangar segja ef þeir fengju ekki að sjá píramídana í Egyptalandi, verk Michelangelos í Sixtínsku kapellunni, Monu Lisu í Louvre? Grein eftir Einar Fal Ingólfsson.

Þjóðminjasafn Íslands. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins.
29. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 31. janúar 2015.