Nemendur úr ólíkum áttum heimsækja Árnastofnun

Rósa Þorsteinsdóttir og nemendur

 

 

 

 

 

 

 

 

Hópar nemenda úr ýmsum skólum halda áfram að heimsækja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Nýverið tók Rósa Þorsteinsdóttir á móti hópi nemenda sem leggja stund á íslensku sem annað mál og eru nú í námskeiði um þjóðsögur. Þeim var kennt að nota vefinn ismus.is, þar sem má sækja ýmsar upptökur með þjóðsögum og öðru þjóðfræðaefni.

Rósa tók einnig á móti nemendum úr Listaháskóla Íslands. Nemendurnir læra nú um þjóðlega tónlist í námskeiði hjá Chris Foster og Báru Grímsdóttur og fengu innsýn í tónlistina í þjóðfræðisafninu. Þeir skemmtu sér vel yfir tóndæmum af ismus.is og fengu góðar hugmyndir um nýtingu efnis þaðan við komandi verkefni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sett inn 10.03.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook