Nýr verkefnisstjóri á alþjóðasviði hefur tekið til starfa

Þingholtsstræti 29. Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir Alþjóðasvið er til húsa að Þingholtsstræti 29. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir. Ingibjörg Þórisdóttir hefur starfað við Háskóla Íslands um margra ára skeið, sem verkefnisstjóri, kennslustjóri og stundakennari. Hún kemur til Árnastofnunar frá Listaháskóla Íslands, þar sem hún var kennslustjóri skólans á árunum 2013–2016.

Hún lauk námi í menningar- og menntastjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2008, BA-námi frá California State University Fresno 1994. Einnig stundaði hún cand.mag-nám í dramatúrgíu við Háskólann í Árósum. Meðfram starfi sínu við Árnastofnun leggur hún stund á doktorsnám í þýðingafræði, þar sem hún rannsakar þýðingar Matthíasar Jochumssonar á leikritum Williams Shakespeare.

 

Ingibjörg er boðin velkomin í starfsmannahóp Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

 

Sett inn 16.05.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook