Laus staða lektors í íslensku í Berlín

 

Staða lektors í íslensku við Norður-Evrópustofnun Humboldt-háskólans í Berlín er laus til umsóknar. Um er að ræða 80% stöðu til þriggja ára. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október 2017. Laun eru skv. launataxta opinberra starfsmanna í Þýskalandi.

Lektornum er ætlað að kenna íslenskt mál og bókmenntir, 13 tíma á viku á misseri. Þá er honum ætlað að skipuleggja námsferðir stúdenta til Íslands, sinna bókasafns- og stjórnunarstörfum við stofnunina og íslenskri menningarkynningu í Berlín.

Umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í íslensku. Þeir hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað mál og eigi íslensku að móðurmáli eða hafi málfærni sem jafngildi því. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennt á háskólastigi og unnið að rannsóknum. Þýskukunnátta er nauðsynleg.

Frekari upplýsingar: www.arnastofnun.is

og hjá Úlfari Bragasyni í síma 562 6050

 

Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Umsóknir með fylgiskjölum (starfsferilsskrá, prófskírteinum og ritaskrá) berist til:

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Stofa Sigurðar Nordals

Pósthólf 1220

121 Reykjavík

 

 

Sett inn 24.05.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook