Málþing í Kakalaskála í sumarlok

Málþingið Kynjaveröld í Kakalaskála fer fram laugardaginn 26. ágúst 2017. Það er öllum opið, endurgjaldslaust og samanstendur af fjórum fyrirlestrum.

Fræðimenn frá Stofnun Árna Magnússonar ríða á vaðið en kl. 14 tekur Þórunn Sigurðardóttir flytur fyrirlestur sem nefnist: „„Maður og kvinna er höfuð og hönd“. Skilgreiningar á kynferði í 17. aldar textum.“

Í lestri Þórunnar verður fjallað um texta sem samdir voru handa bæði konum og körlum í því skyni að innprenta þeim góða siði og æskilega hegðun. Textarnir eru hvort tveggja í senn af félagslegum toga og trúarlegum en áhersla verður lögð á texta sem sérstaklega voru ætlaðir konum, eða fjalla beinlínis um konur, og ætlað var að láta þær tileinka sér ákveðið viðhorf til stöðu sinnar og kynferðis.

Í fyrirlestrinum SÁLMAHANDRIT OG HANNYRÐIR KVENNA Á HÓLUM OG Í GRÖF, sem hefst kl. 14.30, ætlar Margrét Eggertsdóttir að fjalla um tengsl og samspil handrita og prentaðra bóka á Hólum þar sem eina prentsmiðja landsins var um árabil. Við sögu koma handrit sem nokkrar mætar hannyrðakonur áttu í sínum fórum, þ.e. Ragnheiður Jónsdóttir (1646–1715) biskupsfrú á Hólum og frænka hennar, Guðrún Oddsdóttir (1677–1716) sem bjó ásamt fleiri ungum stúlkum hjá Ragnheiði þegar hún var flutt í Gröf á Höfðaströnd í þeim tilgangi að læra hannyrðir. Handrit Guðrúnar veita skemmtilega innsýn í daglegt líf hennar og persónulega hagi og í sumum tilfellum tengjast handritin sem konurnar áttu handavinnu þeirra.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sett inn 24.08.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook