Skráning á ársfundinn er hafin á vefnum

 

HAUSTHEIMTUR

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn

Gamla bíói, Ingólfsstræti 2a, Reykjavík, fimmtudaginn 14. september 2017, kl. 8–10.

 

Við þetta tækifæri fá fundarmenn að kynnast afrakstri af ýmsum rannsóknum sem starfsmenn stofnunarinnar og samstarfsmenn þeirra víða um lönd hafa unnið að til lengri eða skemmri tíma. Morgunverðarfundinum má því líkja við uppskeruhátíð enda verða heimtur haustsins ljósari eftir snarpar kynningar á áhugaverðum fundi.

 

DAGSRKRÁ:

8:00     Morgunmatur

8:30     Fundur settur

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður stjórnar Árnastofnunar, „En hvað þenkirðu, að sú gamla maddame B. vil segja til þetta, trúir þú ekki, að hún skal blíva hreint tossuð?“ – Um stöðu íslenskrar tungu.
Guðrún Nordal forstöðumaður segir frá starfsemi stofnunarinnar og kynnir ársskýrslu 2016.
Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri segir frá tilurð vefgáttarinnar málið.is.
Heimir Freyr Viðarsson doktorsnemi, „Svo verða þeir sýðustu sem hinir firstu“ – Málstöðlun og áhrif hennar á lausan greini í ólíkum textategundum á 19. öld.
Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor, Handrit sem dyggðaspeglar – Ný bók og breytt staða í rannsóknum.
Bjarni Benedikt Björnsson íslenskukennari, Klaki, Rabb og Ritill – tilraunir í íslenskukennslu erlendis.
Emily Lethbridge rannsóknarlektor, „Heimur nafna“.
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir frá Máltækniáætlun 2018–2022.
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytur lokaávarp.

10:00   Fundi slitið

 

 

Sett inn 28.08.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook