Á annað hundrað manns á ársfundi 2017

Framsögumenn og stjórn á ársfundi 2017 Hluti stjórnar stofnunarinnar og þeir sem töluðu á ársfundi 2017 stilla sér upp ásamt ráðherra mennta- og menningarmála. Ársfundur 2017 Morgunverður fram borinn. Margrét Eggertsdóttir Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor sagði frá nýjum viðhorfum í handritarannsóknum. Kristján Þór Júlíusson Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fram lokaorð fundarins. Katrín Jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður stjórnar stofnunarinnar, flytur ávarp. Heimir Freyr Viðarsson Heimir Freyr Viðarsson doktorsnemi sagði frá rannsókn á málstöðlun á 19. öld. Guðrún Nordal Guðrún Nordal forstöðumaður kynnir ársskýrslu 2016.

Halldóra Jónsdóttir Halldóra Jónsdóttir orðabókaritstjóri segir frá tilurð vefgáttarinnar Málið.is. Emily Lethbridge Emily Lethbridge rannsóknarlektor fjallar um heim nafna. Bjarni Benedikt Björnsson Bjarni Benedikt Björnsson, íslenskukennari í París, ávarpar fundinn af skjá. Ársfundur 2017 Beðið eftir ráðherra við upphaf ársfundar Ársfundur 2017 í Gamla bíói. Mynd: María Kjartansdóttir Birna Ósk Einarsdóttir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir frá Máltækniáætlun 2018-2022. Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fór fram í Gamla bíói að morgni fimmtu-dagsins 14. september.

 

 

Ársfundinn bar upp á afmælisdag Sigurðar Nordals en hefð er fyrir því að þann dag flytji fræðimaður, höfundur eða hugsuður fyrirlestur um menningarmál á vegum Árnastofnunar (áður Stofnun Sigurðar Nordals). Fundurinn var haldinn í fyrsta sinn í Gamla bíói þar sem eldri innréttingar setja hátíðlegan blæ á húsakynnin.

 

 

 

 

Yfirskrift ársfundarins var Haustheimtur
enda gafst þar kostur á að kynnast mörgum af þeim verkefnum sem unnin hafa verið til lengri tíma við stofnunina.

 

 

 

 

Gestir ársfundarins voru að þessu sinni á annað hundrað en þeir komu til að kynna sér það sem hæst ber í rannsóknum og starfsemi stofnunarinnar. 
 

 

 

 

 

 

Starfið fer að mestu leyti fram á þremur starfsstöðvum í Reykjavík en teygir sig jafnframt út á land og jafnvel út fyrir landsteinana, þar sem íslenska er kennd í fjölmörgum erlendum háskólum og á hverju misseri læra um 1000 háskólanemar íslensku sem annað mál, víða um lönd.

 

 

 

 

 

 

 

Helstu tíðindi fundarins snúa að nýlegri Verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018–2022 en mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sagði í lokaávarpi fundarins að sú áætlun yrði fjármögnuð þó að ekki sæi þess stað að fullu í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi. Markmið áætlunarinnar er að íslenska verði gjaldgeng í tækjum og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má kynna sér dagskrá fundarins.

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndari: María Kjartansdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sett inn 14.09.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook