Á annað hundrað manns á ársfundi 2017
Framsögumenn og stjórn á ársfundi 2017

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fór fram í Gamla bíói að morgni fimmtu-dagsins 14. september.

 

Fundinn ber upp á afmælisdag Sigurðar Nordals en hefð er fyrir því að þann dag flytji fræðimaður, höfundur eða hugsuður fyrirlestur um menningarmál á vegum Árnastofnunar (áður Stofnun Sigurðar Nordals).
Í ár flytur Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, erindi um gleymsku og geymd á stafrænum tímum.

Gestir ársfundarins voru að þessu sinni á annað hundrað en þeir komu til að kynna sér það sem hæst ber í rannsóknum og starfsemi stofnunarinnar. Starfið fer að mestu leyti fram á þremur starfsstöðvum í Reykjavík en teygir sig jafnframt út á land og jafnvel út fyrir landsteinana, þar sem íslenska er kennd í fjölmörgum erlendum háskólum og á hverju misseri læra um 1000 háskólanemar íslensku sem annað mál, víða um lönd.

Helstu tíðindi fundarins snúa að nýlegri Verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018–2022 en mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sagði í lokaávarpi fundarins að sú áætlun yrði fjármögnuð þó að ekki sæi þess stað að fullu í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi. Markmið áætlunarinnar er að íslenska verði gjaldgeng í tækjum og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. 

 

Hér má kynna sér dagskrá fundarins.

Mynd sem fylgir frétt sýnir hluta stjórnar stofnunarinnar og þá sem tóku til máls á ársfundinum. Ljósmyndari: María Kjartansdóttir.

Sett inn 14.09.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook