Íslensk málnefnd verðlaunar Grundaskóla

 

Íslensk málnefnd stóð fyrir málræktarþingi þriðjudaginn 15. nóvember 2017. Yfirskrift þingsins var Ritun í skólakerfinu. Kynnt var ályktun Íslenskar málnefndar um stöðu tungunnar en í ár var sjónum sérstaklega beint að sambandi ungmenna við tunguna. Haldin voru fimm erindi þar sem velt var upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.

 

Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi, tók við viðurkenningunni.

 

Grundaskóli á Akranesi hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir markvissa ritunarkennslu og eftirbreytniverða kennsluhætti þar sem ritun nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra í hinum ýmsu greinum.

 

Hér má sjá ályktun Íslenskrar málnefndar 2017. 

 

 

Sett inn 17.11.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook