Vigdís og Gunnar hafa unnið íslenskri tungu mikið gagn.

Í Bergi á Dalvík. Hátíðahöld í tilefni dags íslenskrar tungu 2017 fóru fram í Bergi á Dalvík. Hefð er fyrir því að á degi íslenskrar tungu veiti mennta- og menningarmálaráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Í ár var Vigdís Grímsdóttir þess heiðurs aðnjótandi en hún hefur í áratugi skrifað bækur af nánast öllu tagi.

Ráðgjafanefnd mælti einnig með því að sérstök viðurkenning í tilefni dagsins yrði veitt Gunnari Helgasyni sem hefur skrifað margar af vinsælustu barnabókum síðustu ára.

Í ráðgjafanefndinni áttu sæti í ár þau Baldur Hafstað, sem veitti nefndinni forstöðu, Guðrún Ingólfsdóttir og Dagur Hjartarson.

Rökstuðning nefndarinnar fyrir verðlaunaveitingu þessa árs má finna hér.

Dagskráin í Bergi var fjölbreytt og lögðu margir heimamenn til hennar.

Amalía Þórarinsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar er einn af sigurvegurum Stóru upplestrarkeppninnar. Þormar Ernir Guðmundsson úr Dalvíkurskóla las ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Fréttastofa Rúv á Norðurlandi sendi Ágúst Ólafsson til að spjalla við Vigdísi Grímsdóttur sem fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Gunnar Helgason hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir skrif sín fyrir börn. Guðrún Ingólfsdóttir sat í ráðgjafanefnd ráðherra og Eva María Jónsdóttir hélt utan um dagskrána. Kór Dalvíkur kirkju söng brot úr Hulduljóðum eftir Jónas Hallgrímsson við lag Jóns Nordal.

Myndir: Guðný Sigríður Ólafsdóttir.

 

 

Sett inn 24.11.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook