Jólakort eru nú seld hjá stofnuninni

Á aðventunni verða seld jólakort á skrifstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-15 alla virka daga.

 

 

Kortin prýða ljósmyndir sem Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari stofnunarinnar hefur tekið af myndlýsingum úr handritum sem flest eru talin vera frá 14. öld. 

Myndirnar sýna meðal annars heilagan biskup, Maríu guðsmóður og Jesúbarnið og Guð sjálfan í hásæti sínu.

Kortin eru seld saman fimm í pakka með umslögum á 1200 krónur.

 

Sett inn 29.11.2017
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook