Ráðstefna um annarsmálsfræði

Ráðstefnuboð

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Rannsóknarstofa í máltileinkun (RÍM) gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviðum annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar, menningarmiðlunar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli í Norræna húsinu 25. maí 2018. Ráðstefnan er haldin í tengslum við ársfund íslenskukennara við erlenda háskóla dagana 25.–26. maí. Norræna húsið

 

 

 

 

 

 

 

Á ráðstefnunni verður megináhersla lögð á að ræða:

1) Málvísindalegar rannsóknir á máltileinkun.

2) Kennslufræði íslensku sem annars og erlends máls.

3) Kennslugögn og orðabækur.

4) Menningarmiðlun (m.a. þýðingar) og menningarlæsi.

5) Námsmat.

Ráðstefnan fer fram á íslensku, hún er þverfagleg og opin öllum. Hug- og félagsvísindafólk er sérstaklega hvatt til þátttöku og einnig doktorsnemar á sviðum annarsmálsfræða, menningartileinkunar og -miðlunar.

Hér með er óskað eftir tillögum að fyrirlestrum. Heiti fyrirlestrar og útdráttur á íslensku (150-200 orð) óskast sent til Úlfars Bragasonar (ulfarb@hi.is) fyrir 15. febrúar. Tilkynnt verður um samþykki eða höfnun erindis fyrir miðjan mars.

Þeir sem vilja kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum eru einnig beðnir að senda tillögur þar um fyrir 15. febrúar.

Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja:

Eyjólfur Már Sigurðsson, Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands; Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, Université de Caen Normandie; Helga Hilmisdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum; Kolbrún Friðriksdóttir, Háskóla Íslands, Úlfar Bragason, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þórhildur Oddsdóttir, Háskóla Íslands.

 

 

 

 

Sett inn 05.01.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook