Íslenska teiknibókin á sýningu í Óðinsvéum

Benedikt Jónsson sendiherra Íslands í Danmörku og Claus Houden formaður stjórnar Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum við opnun sýningar um íslensku teiknibókina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýning um íslensku teiknibókina, fágætt handrit frá 1330-1500, var opnuð 24. janúar í Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum. 

Íslenska teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar og inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér, t.d. er þeir lýstu handrit eða máluðu altarismyndir. Íslenska teiknibókin er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu og hin eina frá Norðurlöndum. Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum.

Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands, flutti opnunarræðu en sýningin er á hátíðardagskrá fullveldisafmælis Íslands.
Sýningarstjóri er Guðbjörg Kristjánsdóttir, sem helgað hefur hluta starfsævi sinnar rannsóknum á teiknibókinni og útgáfu hennar.

Sýningunni lýkur 5. mars.

Hér má sjá frétt um sýninguna á vef um 100 ára fullveldi Íslands.

Íslenska teiknibókin var fyrst sýnd opinberlega í Gerðarsafni árið 2014. 

Guðbjörg Kristjánsdóttir og gestir á sýningu um Íslensku teiknibókina í Gerðarsafni árið 2014. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sett inn 09.01.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook