Íslensk handritaskrifarastofa í Óðinsvéum

Þegar vetrarfrí eru í skólum þá gefst tækifæri til að kynna ýmsa menningarkima fyrir börnum og fjölskyldum þeirra.

Í Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum var sett upp skrifarastofa í stíl við starfsstöðvar miðaldaskrifara í tengslum við sýninguna á Íslensku teiknibókinni sem stendur til 5. mars. Starfsmenn Árnastofnunar við eftirlíkingu af Flateyjarbók.

Svanhildur María Gunnarsdóttir safnkennari og Eva María Jónsdóttir kynningarstjóri hjá Árnastofnun fóru með kálfskinn, flugfjaðrir, litasteina, heimalagað jurtablek, rúnastafróf og eftirlíkingu af Flateyjarbók til Danmerkur og tóku á móti hundrað forvitnum skrifurum á öllum aldri og leiðbeindu.

 

 

 

 

Sett inn 14.02.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook