Nýr starfsmaður
Laugavegur 13. Skjáskot af ja.is/kort

Aðalsteinn Hákonarson hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri á nafnfræðisviði stofnunarinnar. Hann er með MA-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að hljóðkerfi íslensku, bæði frá sögulegu og samtímalegu sjónarhorni.

Aðalsteinn hefur stundað doktorsnám við Háskóla Íslands síðan 2011 og vinnur að ritgerð um þróun sérhljóðakerfis forníslensku. Meðfram náminu hefur Aðalsteinn sinnt stundakennslu við Háskólann og unnið að rannsóknaverkefni undir stjórn Hauks Þorgeirssonar („Breytingar á hljóðdvöl og aðblæstri í íslensku fyrir 1700“) sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands árin 2016 og 2017. Þrjú síðustu ár hefur Aðalsteinn auk þess starfað sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarna fyrir einhverfa.

Aðalsteinn mun starfa í húsakynnum Árnastofnunar að Laugavegi 13 og er boðinn velkominn í starfsmannahópinn.

 

 

Sett inn 21.02.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook