Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

verður haldinn í Kötlusal Hótel Sögu mánudaginn 14. maí 2018, kl. 8–10

 

 

Nýjasta tækni og hugvísindi

Tæknibylting síðustu ára hefur haft mikil áhrif á rannsóknir í hugvísindum. Á fundinum verður litið til framtíðar og nokkur þróunar- og rannsóknarverkefni stofnunarinnar verða kynnt. Sagt verður frá tímamótaviðgerð á Flateyjarbók, ný risamálheild verður sýnd og greint frá landvinningum vefnámskeiðsins Icelandic Online. Mennta- og menningar-málaráðherra mun opna nýja gerð þess.

8.00     Morgunmatur

8.30       Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar stofnunarinnar, flytur ávarp

8.40       Guðrún Nordal forstöðumaður segir frá ársskýrslunni og starfinu undanfarin misseri

9.00       Svanhildur Óskarsdóttir frá handritasviði: Inn að skinni – forvarsla Flateyjarbókar

9.05       Rósa Þorsteinsdóttir frá þjóðfræðisviði: Sögulegt manntal og bæjatal

9.10       Ásta Svavarsdóttir frá orðfræðisviði: Ritmálssafn Orðabókar Háskólans – fortíð, nútíð og framtíð

9.15      Starkaður Barkarson, sérfræðingur í máltækni: Risamálheildin

9.20      Stefanía G. Halldórsdóttir, stjórnarformaður Almannaróms: Af heimsóknum í erlend tæknifyrirtæki

9.25      Úlfar Bragason frá alþjóðasviði: Icelandic Online fyrir snjalltæki

9.30     Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flytur lokaávarp

10.00   Fundarlok

 

 

Þeir sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér neðar á síðunni og muna að ýta á send í lokinn. Allir eru velkomnir.

Skráningu lýkur á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. maí 2018.

 

 

Sett inn 27.04.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook