Myndlist, handrit og skjöl tvinnuð saman á sýningu um fullveldi Íslands

Syningin verður í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

 

Í stóra sal Listasafns Íslands verður sett upp sýning sem helguð er fullveldi Íslands 1918 – 2018. Hún verður opin frá 17. júlí og fram í miðjan desember í ár. Þar verður hægt að kynnast frumheimildum í bland við listaverk sem fjalla um menningararfinn, fullveldið, sjálfstæðið, sambandið við Danmörku og þjóðarímyndina. Sýningin er afrakstur samstarfs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Listasafns Íslands.


Sigrún Alba Sigurðardóttir sagnfræðingur er sýningarstjóri en með henni starfar verkefnisstjórn skipuð forstöðumönnunum Guðrúnu Nordal, Eiríki Guðmundssyni og Hörpu Þórsdóttur. Auk þess vinnur þriggja manna sýningarnefnd að undirbúningnum. Í henni sitja Þórunn Sigurðardóttir frá Árnastofnun, Unnar Ingvarsson frá Þjóðskjalasafni og Birta Guðjónsdóttir frá Listasafni Íslands.

 

Sett inn 30.04.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook