Ný hvatningarverðlaun á degi íslenskrar tungu

Hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu verða veitt í fyrsta skipti á degi íslenskrar tungu.

Viðskiptaráð Íslands og Festa - samfélagsábyrgð fyrirtækja, með fulltingi Árnastofnunar, kalla um þessar mundir eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu. 

Veist þú um fyrirtæki sem nýtir íslensku á vandaðan, frumlegan, skapandi og skemmtilegan hátt?

Hér er hægt að tilnefna eða sækja um fyrir hönd fyrirtækis.

Hvatningarverðlaunin verða afhent í sal Arion banka við Borgartún á morgunverðarathöfn föstudaginn 16. nóvember 2018.

Íslenska er góður bísness Samstarfsverkefni Viðskiptaráðs Íslands, Festu og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sett inn 10.10.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook