Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar var haldið í Þjóðminjasafninu 15. nóvember sl. Að þessu sinni beindi Íslensk málnefnd sjónum sínum að ferðamennsku og notkun íslenskunnar hjá fólki sem hefur hana ekki að móðurmáli. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ávarpaði þingið og í kjölfarið fylgdu erindi annarra fyrirlesara. Í lok málþingsins voru afhentar viðurkenningar fyrir framlag til íslenskunnar. Að þessu sinni fengu viðurkenningu Ingibjörg Hafstað fyrir frumkvöðlastarf í kennslu íslensku sem annars máls, Anh Dao Tran fyrir frumkvæði í gerð orðabókar milli víetnömsku og íslensku og Stanislaw Bartoszek fyrir frumkvæði að orðabókargerð milli pólsku og íslensku. Pawel Bartoszek tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd föður síns.

Sjá dagskrá málþingsins 

Sett inn 16.11.2018
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook