Ættarmót á dánardegi Árna Magnússonar

Stærsta bókin á myndinni er Möðruvallabók, Gráskinna er við hlið hennar og þá Reykjabók. Prentaða bókin á borðinu er fyrsta prentaða útgáfa Njálu frá 1772. Ýmis forn og merk brot liggja til hliðar við hin heillegri handrit. Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

Á dánardegi Árna Magnússonar 7. janúar efndi starfsfólk á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til ættarmóts Njáluhandrita og nýtti sér það tækifæri að hafa Reykjabók, sem lánuð var frá Kaupmannahöfn á sýninguna Lífsblómið, með á handritamótinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá elstu handrit allra þriggja ættkvísla Njálu; hjá þeim liggur nýútgefið greinasafn þar sem lesa má um öll handritin sem liggja á borðin og mörg önnur Njáluhandrit.

 

 

Sett inn 08.01.2019
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook