Nýr ljósmyndari Árnastofnunar

Sigurður Stefán Jónsson hefur verið ráðinn ljósmyndari á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Sigurður lauk BFA-prófi í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York-borg í Bandaríkjunum 1986. Að loknu ljósmyndanámi í New York starfaði hann í tæp 3 ár sem lausráðinn aðstoðarmaður ýmissa ljósmyndara þar í borg. Fljótlega eftir heimkomu til Íslands 1989 öðlaðist hann meistararéttindi í ljósmyndun og hefur verið með eigin rekstur síðan þá.

Fyrsta áratuginn vann Sigurður aðallega við auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun fyrir fyrirtæki og stofnanir ásamt vinnu fyrir tímarit en síðar við almennari rekstur ljósmyndastofu, samhliða kennslu í ljósmyndadeild Tækniskólans sem hófst 2002 og kennslu í myndvinnslu við Listaháskólann. Sigurður lauk prófi frá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands 2011. Hann hefur kennt stafræna myndvinnslu fyrir Endurmenntunarskóla Tækniskólans og fyrir NTV um árabil og hefur nýlega útbúið og kennt áfanga um nýmiðla í kennslu fyrir Listkennsludeild Listaháskólans.

Sigurður er boðinn velkominn til starfa

Sett inn 14.01.2019
Til baka
Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook