Húsfyllir á Árna Magnússonar fyrirlestri

Þegar Árna Magnússonar fyrirlestur var haldinn í fimmta sinn var Marjorie Curry Woods prófessor við Háskólann í Austin í Texas fengin til að segja frá áhuga sínum á ljótum handritum.

Hún flutti fyrirlestur sinn Emotions Between the Lines fyrir fullum sal í Norræna húsinu mánudaginn 13. nóvember 2017. Að fyrirlestri loknum gafst rými fyrir spurningar úr sal og að síðustu var öllum boðið að þiggja veitingar.

 

 

 

 

 

 

Sett inn 15.11.2017
Til baka