Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn í Veröld

Rætt verður um mikilvægi orðabóka fyrir tungumálafjölbreytni og til að byggja brýr á milli menningarheima. Fjallað verður um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð orðabókafræða, íðorðafræða og þýðingafræða á Íslandi og almennt. Fulltrúar margra mikilvægustu stofnana á þessum sviðum, bæði á Íslandi og í Evrópu almennt, verða á staðnum og taka þátt í málþinginu. Tilefnið er koma einstaks safns orðabóka og tímarita til landsins, en líklega er um eitt stærsta safn orðabóka í heiminum að ræða.

Frá Árnastofnun verða Ágústa Þorbergsdóttir og Ásta Svavarsdóttir með erindi sem þær nefna: 

Lexicography and Terminology at the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies.

Sagt verður frá starfsemi orðfræðisviðs þar sem unnið er að margvíslegum fræðilegum og hagnýtum verkefnum sem snerta íslenskt mál og íslenskan orðaforða. Jafnframt verður sagt íðorðastarfi á málræktarsviði, t.d. gerð íðorðasafna og aðstoð við orðanefndir.

 Að málþinginu loknu verður haldin móttaka og gestum gefst kostur á því að skoða orðabókasafnið. 

Sett inn 21.02.2018
Til baka