Leiðbeiningar um frágang greina

Leiðbeiningar um frágang greina í Griplu
Instructions for submitting articles to
Gripla

Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári. Það er alþjóðlegur vettvangur  fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og ritgerðir og stuttar fræðilegar athugasemdir. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku.

Gripla is a peer-reviewed annual journal. It publishes articles and notes on topics within Icelandic and Old Norse studies, particularly in the fields of manuscript studies, literature and folklore, as well as editions of short texts. Its principal language is Icelandic but articles in any of the other Scandinavian languages, English, German or French are also accepted.

Tekið er við greinum úr öllum algengum ritvinnsluforritum (t.d. Word). Það er til þæginda að textinn sé sem einfaldastur í allri uppsetningu. Við frágang tilvísana skal fylgja því tilvísanakerfi sem finna má í Chicago Manual of Style (16. útg. endurskoðuð, University of Chicago Press, 2010 eða nýrri útg.). Leiðbeiningar eru aðgengilegar á slóðinni www.chicagomanualofstyle.org/home.html. Geta skal heimilda neðanmáls (e. Notes-Bibliography System, til aðgreiningar frá tilvísunum í meginmáli, þ.e. Author-Date System) og birta skal heimildaskrá í lok greinar. Athugið að nöfnum Íslendinga er raðað í stafrófsröð eftir skírnarnafni en annars er raðað eftir ættarnafni höfunda.

Articles should be submitted in a conventional word-processing format (such as Word), with minimal stylistic text formatting. Authors are requested to follow the reference system outlined in the Chicago Manual of Style (16th rev. ed., University of Chicago Press, 2010, or later editions). Please adopt the so-called Notes-Bibliography System (and not the Author-Date System). The CMS can be found online here: www.chicagomanualofstyle.org/home.html A bibliography/list of references should accompany the article. Please note that in the bibliography, Icelandic authors should be listed alphabetically according to their first names.

Greinum og útgáfum (öðrum en stuttum athugasemdum o.þ.h.) skal fylgja útdráttur á öðru máli. Hverju bindi Griplu fylgir handritaskrá.

Articles should be accompanied by a brief summary in another language. Each volume of Gripla contains a list of manuscripts cited.