Icelandic Online 5 og 6

Verkefnið lýtur að því að búa til tvö ný námskeið fyrir vefkennsluefnið Icelandic Online. Þessi tvö námskeið beina einkum sjónum að menningarskilningi (cultural literacy) nemenda í íslensku sem öðru máli, einkum færni til að lesa og skilja eldri og yngri bókmenntatexta. Ætlunin er að námskeiðin verði tilbúin í ágúst 2013. Verkefnið er stutt af Nordplus sprog áætluninni. Það er unnið í samstarfi íslensku- og menningardeildar HÍ, Hugvísindastofnunar, Stofnunar Vígdísar Finnbogadóttur, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Björgvinjarháskóla og Helsinkiháskóla.