Íslenskukennsla við Sorbonneháskóla

Staða íslenskukennara við Sorbonneháskóla í París er laus til umsóknar. Laun í samræmi við launakerfi  Sorbonne. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2018. Ráðning er tímabundin til tveggja ára með möguleika á endurráðningu til jafnlangs tíma. Krafist er MA- prófs í íslensku eða sambærilegs prófs. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið kennararéttindanámi og hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað eða erlent mál. Umsækjendur þurfa að geta kennt íslenskt mál og bókmenntir og fjallað um íslenskt samfélag. Æskilegt er að þeir hafi búið á Íslandi undanfarin ár. Góð kunnátta í frönsku er nauðsynleg. Mögulegt er að stunda framhaldsnám við skólann með kennslu.

Frekari upplýsingar: www.arnastofnun.is og hjá Úlfari Bragasyni í síma 562 6050

 

Umsóknarfrestur er til 23. mars nk. Umsóknir með fylgiskjölum (starfsferilsskrá, prófskírteinum og ritaskrá) berist til:

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Stofa Sigurðar Nordals

Pósthólf 1220

121 Reykjavík