Málfarsbanki Árnastofnunar

Í september 2006 tók málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við rekstri Málfarsbankans af Íslenskri málstöð.

Í Málfarsbankanum er hægt að slá inn leitarorð, sem lúta að málnotkun, og finna úrlausnir sem teknar hafa verið saman í Íslenskri málstöð og síðar arftaka hennar málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Með þessu verða leiðbeiningar stofnunarinnar um mál og málnotkun enn aðgengilegri en áður. Nú eru í Málfarsbankanum nærri því 8000 flettugreinar (málfarsábendingar og úrlausnir) og stöðugt eru nýjar að bætast við.

Ítarlegri texti um Málfarsbankann og sögu hans.

Umsjónarmaður Málfarsbankans er Jóhannes B. Sigtryggsson, johannes.b.sigtryggsson@arnastofnun.is