Arfur og endurnýjun: hvað býr í íslenskum orðaforða?

Málþing í Reykholti 1. desember 2007

Undanfarin ár hefur tímaritið Orð og tunga staðið fyrir málþingum um tiltekið efni á sviði orðfræði og orðabókafræði og erindi framsögumanna hafa síðan orðið uppistaða greina í þemahluta næsta heftis af tímaritinu. Laugardaginn 1. desember næstkomandi verður efnt til fjórða málþingsins af þessu tagi undir  yfirskriftinni Arfur og endurnýjun: hvað býr í íslenskum orðaforða?

Að þessu sinni er málþingið  helgað minningu dr. Jakobs Benediktssonar, sem var fyrsti forstöðumaður Orðabókar Háskólans, en í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Af þeim sökum verður þingið lengra og veglegra en venja er til og dagskráin fjölbreyttari. Málþingið verður haldið í Reykholti í samvinnu við Snorrastofu sem fékk bókasafn Jakobs að gjöf eftir hans dag.

Á þinginu verða haldin sjö framsöguerindi um efni sem tengjast íslenskum orðaforða. Þar verður m.a. fjallað um orðaforðann í sögulegu ljósi, hvernig honum er lýst í orðabókum, um þátt nýyrða í mótun orðaforðans og um tökuorð og aðlögun þeirra fyrr og nú. Fyrirlesarar verða Guðrún Kvaran, Jón Hilmar Jónsson, Jón G. Friðjónsson, Ari Páll Kristinsson, Vésteinn Ólason, Ásta Svavarsdóttir, Veturliði Óskarsson og Kristján Árnason; að lokum fara fram almennar umræður um efnið undir stjórn Gísla Sigurðssonar. Málþinginu lýkur með stuttum tónleikum í Reykholtskirkju í boði Máls og menningar - Heimskringlu ehf.

Dagskrá málþingsins
Útdrættir úr erindum

Hagnýtar upplýsingar
Tilkynning um þátttöku

Um Jakob Benediktsson (pdf, 282k)
Tímaritið Orð og tunga