Arfur og endurnýjun: hvað býr í íslenskum orðaforða?

Málþing í Reykholti 1. desember 2007

Staður og tímasetningar
Málþingið verður haldið í Reykholti. Fyrirlestrar og umræður fara fram í fundasal í skólahúsinu en tónleikarnir eru haldnir í kirkjunni. Þingið hefst kl. 10:30 f.h. og því lýkur um kl. 17:30 (sjá dagskrá).

Ferðir
Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi sér sjálfir á staðinn en fólk er hvatt til þess að sameinast í bíla eftir því sem kostur er.

Matur
Boðið verður upp á hressingu í kaffihléi síðdegis. Í hádeginu verður hægt að kaupa léttan málsverð á hótelinu fyrir 1.300 krónur.

Tilkynning um þátttöku
Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Óskað er eftir því að fólk tilkynni þátttöku sína með fyrirvara. Það má gera með því að fylla út sérstakt skráningareyðublað.