Orð af orði

Málþing um orð og orðsifjar

Undanfarin ár hefur tímaritið Orð og tunga staðið fyrir málþingum um tiltekið efni á sviði orðfræði og orðabókafræði og erindi framsögumanna hafa síðan orðið uppistaða greina í þemahluta næsta heftis af tímaritinu. Laugardaginn 7. nóvember næstkomandi verður efnt til sjöunda málþingsins af þessu tagi undir yfirskriftinni Orð af orði. Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst kl. 10.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1909-1987)Að þessu sinni er málþingið helgað minningu Ásgeirs Blöndals Magnússonar, höfundar Íslenskrar orðsifjabókar, en í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Ásgeir var starfsmaður Orðabókar Háskólans um áratugaskeið og forstöðumaður hennar 1978-79. 

Á þinginu verða haldin sjö framsöguerindi um efni sem tengjast orðum og orðsifjum. Með tilstyrk Letterstedtska sjóðsins hefur tveimur erlendum fyrirlesurum verið boðið að halda fyrirlestra á þinginu, þeim Arne Torp, prófessor við Háskólann í Osló, og Bente Holmberg, lektor og forstöðumanni Norrænu rannsóknarstofnunarinnar við Kaupmannahafnarháskóla. Aðrir fyrirlesarar verða Guðrún Kvaran, Guðrún Þórhallsdóttir, Gunnlaugur Ingólfsson, Haraldur Bernharðsson, Jón Axel Harðarson, Margrét Jónsdóttir og Mörður Árnason.

Letterstedski sjóðurinn og Forlagið styrkja  málþingið.

Dagskrá

Útdrættir úr erindum

Tímaritið Orð og tunga