Minningarbrot um Pál Pálmason

(19. ágúst 1891 - 24. apríl 1985)

Páll Pálmason fæddist í Reykjavík, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1911, Cand. juris frá Háskóla Íslands 1916, yfirréttarmálfl.m. 1916 og hæstarréttarlögmaður 1945. Páll var fulltrúi á málflutningsskrifstofu Eggerts Claessen frá 1916, aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngudeild Stjórnarráðs Íslands frá 1919, fulltrúi þar frá 1927. Skrifstofustjóri og síðar ráðuneytisstjóri í samgöngumálaráðuneytinu frá 1947, síðar einnig ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu.  Páll var ókvæntur og barnlaus.


Heimild:

  • Gunnlaugar Haraldsson. 1997. Lögfræðingatal 1736-1992. (Bls. 177). Iðunn, Reykjavík.