Minningarbrot um Þóru Jónsdóttur Magnússon

(17. maí 1858 - 5. september 1947)

Þóra Jónsdóttir fæddist í Reykjavík en hélt til Kaupmannahafnar um 1880 þar sem hún bjó á heimili dansks ofursta og lagði stund á ljósmyndun. Líklega nam hún þar einnig myndlist, við einn af fjölmörgum einkaskólum fyrir konur. Fáein olíumálverk sem hafa varðveist eftir hana bera þess vitni. Þóra var meðal stofnenda Thorvaldsensfélagsins árið 1875, líknarfélags sem var stofnað af 24 vel ættuðum stúlkum. Upphafið að félaginu má rekja til þess að þær tóku að sér að undirbúa og skreyta fyrir hátíðarhöld í tilefni af afhjúpun höggmyndar eftir Bertel Thorvaldsen á Austurvelli. Höggmyndin prýðir nú Hljómskálagarðinn í Reykjavík.

Árið 1892 giftist Þóra Jóni Magnússyni, þá sýslumanni í Vestmannaeyjum, síðar forsætisráðherra. Þá tók hún upp eftirnafn eiginmanns síns að erlendum nafnsið. Þóra og Jón voru barnlaus en kjördóttir þeirra var Þóra Guðmundsdóttir, systurdóttir Þóru eldri. Þóra málaði olíuverk og gerðist mikilvirk á sviði hannyrða. Hún hlaut á því sviði viðurkenningar bæði hér á landi og í Danmörku.

 
Heimild:
  • Hrafnhildur Schram. 2005. Huldukonur í íslenskri myndlist. (Bls. 74-79). Mál og menning, Reykjavík