Norræn nöfn – Nöfn á Norðurlöndum. Hefðir og endurnýjun

Mynd af nafnfræðikápu

Ráðstefnuritið, Norræn nöfn - Nöfn á Norðurlöndum. Hefðir og endurnýjun, er með 44 greinum sem byggjast á fyrirlestrum sem haldnir voru á 14. norrænu nafnaráðstefnunni í Borgarnesi í ágúst 2007. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Nafnfræðifélagið skipulögðu ráðstefnuna og stofnunin gefur ritið út í samvinnu við NORNA-forlagið í Uppsölum.

Í ritstjórn sátu: Guðrún Kvaran, Hallgrímur J. Ámundason, Jónína Hafsteinsdóttir og Svavar Sigmundsson.
Bessi Aðalsteinsson annaðist umbrot og Leturprent prentaði. Swedish Science Press sér um dreifingu erlendis.

Ráðstefnuritið er 538 bls. og fæst í Bóksölu stúdenta. Það kostar kr. 2.600,- fram til 1. apríl, eftir það kr. 3.200,-

Útdrættir eru á ensku, þýsku eða íslensku.

ISSN 0346-6728
ISBN 978-91-7276-083-7