Orðabók Guðmundar Andréssonar

Orðabók Guðmundar Andréssonar (kápumynd)
Lexicon Islandicum
Orðabók Guðmundar Andréssonar

Ný útgáfa

Ritstjórar Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson

Orðfræðirit fyrri alda IV
Orðabók Háskólans 1999

ISBN 9979-60-467-0

Guðmundur Andrésson samdi íslenska orðabók, Lexicon Islandicum, með latneskum skýringum á árunum 1650–1654. Hún kom út í Kaupmannahöfn árið 1683. Orðabókin var einkum ætluð erlendum lærdómsmönnum sem þá voru farnir að kynnast íslenskum fornritum og því er mikið af forníslensku orðafari í bókinni. Þó eru þar mörg orð og orðatiltæki úr samtíð höfundar, málshættir og kveðskaparbrot sem ekki eru heimildir um annars staðar. Bókin er því öðrum þræði merk heimild um íslenskan orðaforða á 17. öld og áfangi í sögu íslenskra orðabóka.

Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson sáu um endurútgáfuna. Gunnlaugur ritar ítarlegan inngang að verkinu og hefur tekið saman stafrófsraðaða orðaskrá yfir íslensk orð sem koma fyrir í bókinni.