Orðabók Gunnlaugs Oddssonar

Orðabók Gunnlaugs Oddssonar (kápumynd)

Gunnlaugur Oddsson
Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum

Ný útgáfa með íslenskri orðaskrá.

Ritstjórar Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir

Orðfræðirit fyrri alda I
Orðabók Háskólans 1991

 

Orðabókin kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1819. Hún er athyglisverð heimild um íslenska mál- og orðsögu og íslenska málræktarviðleitni á fyrstu áratugum 19. aldar. Bókin var endurútgefin 1991 og annaðist Jón Hilmar Jónsson útgáfuna ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur. Aftan við sjálfan orðabókartextann er skrá um íslensk orð og orðasambönd sem fram koma í skýringum og auðveldar hún notendum aðgang að þeim íslenska orðaforða sem í bókinni er að finna.