Nucleus Latinitatis

Nucleus latinitatis
Nucleus latinitatis ...
eftir Jón Árnason biskup

Ný útgáfa með íslenskri orðaskrá

Ritstjórar Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon

Orðfræðirit fyrri alda III
Orðabók Háskólans 1994

 

 

Orðabókin Nucleus latinitatis eða "Kleyfsi" eins og hún er stundum nefnd, kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1738. Um er að ræða latneska orðabók með íslenskum skýringum og eru flettiorðin rúmlega 16 þúsund. Orðabókin er merk heimild um íslenska tungu á fyrri hluta 18. aldar og sýnir góðan þverskurð af málinu á þeim tíma. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon unnu að endurútgáfunni sem kom út árið 1994. Aftan við orðabókartextann er orðalisti yfir íslensk skýringarorð í bókinni.