Orðfræðirit fyrri alda

Í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda er endurútgáfa nokkurra gamalla orðabóka sem hafa sérstöðu í íslenskri orðabókagerð. Þær eru um leið mikilvægar heimildir um íslenskan orðaforða og íslenska málsögu.

Eftirtaldar orðabækur hafa komið út í ritröðinni:

  1. Orðabók Gunnlaugs Oddssonar (1819)
  2. Orðabók Björns Halldórssonar (1814)
  3. Nucleus Latinitatis (1738)
  4. Orðabók Guðmundar Andréssonar (1683)
  5. Specimen Lexici Runici eftir Magnús Ólafsson í Laufási (1650)

Hið íslenska bókmenntafélag annast sölu og dreifingu bókanna nema þeirrar síðustu sem Háskólaútgáfan dreifir.