alþjóðlegur
Orðið alþjóðlegur hefur í nútímamáli merkinguna ´sem felur í sér tengsl milli þjóða, sem varðar alla heimsbyggðina, sem margar þjóðir/fulltrúar margra þjóða eiga aðild að´. Þessi merking kemur fram í samböndum eins og alþjóðlegar reglur, alþjóðlegt samstarf, alþjóðlegt eftirlit. Í vissu samhengi getur orðið falið í sér eins konar andstæðu við orðið þjóðlegur og þá haft merkinguna ´sem vitnar um eða hefur tileinkað sér það sem tíðkast/nýtur virðingar meðal þjóða heims´: vera alþjóðlegur í hugsun/háttum.
Merking og notkun orðsins hefur á síðari tímum að miklu leyti mótast af erlenda jafnheitinu international, sem sjá má tilgreint til skýringar í elstu dæmum um nútímamerkingu orðsins (dæmið er úr Fjallkonunni frá árinu 1898):
En orðið alþjóðlegur á sér lengri sögu og aðra merkingu í málinu. Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókarinnar eru frá miðri 18. öld. Á því skeiði og allt fram í byrjun 20. aldar stendur orðið í beinum tengslum við orðið alþjóð í merkingunni ´þjóðin öll, almenningur`, eins og eftirfarandi dæmi bera með sér (fyrsta dæmið er frá árinu 1827, næsta dæmi frá 1844 og það síðasta frá árinu 1885):
Segja má að tilkoma nútímamerkingarinnar, þar sem tengslin við nafnorðið alþjóð eru rofin en forliðurinn al- fær eins konar allsherjarmerkingu gagnvart lýsingarorðinu þjóðlegur, hafi kippt fótunum undan eldri merkingu orðsins, enda virðist hún úr sögunni snemma á 20. öld. Við þessa endurtúlkun verður til merking sem er nánast gagnstæð eldri merkinu orðsins, og slíkt sambýli getur eðli málsins samkvæmt ekki staðist til lengdar.
Heimildir
Merking og notkun orðsins hefur á síðari tímum að miklu leyti mótast af erlenda jafnheitinu international, sem sjá má tilgreint til skýringar í elstu dæmum um nútímamerkingu orðsins (dæmið er úr Fjallkonunni frá árinu 1898):
- Fiskisýningin var sérstaklega fjölskrúðug, enda var hún alþjóðleg (,,international``).
En orðið alþjóðlegur á sér lengri sögu og aðra merkingu í málinu. Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókarinnar eru frá miðri 18. öld. Á því skeiði og allt fram í byrjun 20. aldar stendur orðið í beinum tengslum við orðið alþjóð í merkingunni ´þjóðin öll, almenningur`, eins og eftirfarandi dæmi bera með sér (fyrsta dæmið er frá árinu 1827, næsta dæmi frá 1844 og það síðasta frá árinu 1885):
- Alþjódligr er dansleikr sá á Spáni er Fandango heitir.
- þá væri nauðsyn að byggja sjúkra-hús á alþjóðlegan kostnað.
- Rétt er, að börn þau, er ekki skulu alast upp í trúarbrögðum þjóðkirkjunnar, séu undanþegin fræðslu í þeim í alþjóðlegum skólum.
Segja má að tilkoma nútímamerkingarinnar, þar sem tengslin við nafnorðið alþjóð eru rofin en forliðurinn al- fær eins konar allsherjarmerkingu gagnvart lýsingarorðinu þjóðlegur, hafi kippt fótunum undan eldri merkingu orðsins, enda virðist hún úr sögunni snemma á 20. öld. Við þessa endurtúlkun verður til merking sem er nánast gagnstæð eldri merkinu orðsins, og slíkt sambýli getur eðli málsins samkvæmt ekki staðist til lengdar.
Heimildir
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
- Textasafn Orðabókar Háskólans.
- Íslensk orðabók. Ritstjóri Mörður Árnason. 3. útgáfa, 2002. Edda, Reykjavík.
- Gunnlaugur Oddsson. Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum. Nú útgáfa með íslenskri orðaskrá. 1991. Orðabók Háskólans.
- The Oxford English Dictionary. Second edition. 1989. Clarendon Press, Oxford.