rifrildi

Svipmynd úr Íslensku orðaneti

Úr Íslensku orðaneti. Smellið á myndina til að stækka hana.

Því er stundum haldið fram að Íslendingar kunni öðrum þjóðum betur að rífast og þrátta, og segja má að nú um stundir gefist ærin tækifæri til að iðka þá list. Hvað sem því líður býr málið yfir fjölbreyttu orðafari og tjáningarmyndum á þessu merkingarsviði, eins og orðanetið vitnar um. Flettan rifrildi hefur að geyma fjölda hliðskipaðra orðasambanda með merkingarskyldum orðum.

 Úr Íslensku orðaneti
(smellið á myndina til að sjá hana stærri)

Leiðin að merkingarsviðinu, þar sem orðasambönd eru í fyrirrúmi, liggur um orð, orðastreng eða orðasamband. Hér er tekið dæmi af flettunni rífast. Þar koma fram flokkaðar upplýsingar um ólík merkingarvensl flettunnar:

  • merkingarlega náskyldar flettur með samstæðri setningargerð undir heitinu samheiti/skyldheiti, t.d. "skammast"
  • stærri heild sambanda sem eru hneppt saman sem hugtak undir lýsandi fyrirsögn, hér "rífast við <hann, hana>". Orðasamböndin birtast í stafrófsröð en þeim má endurraða með því að smella á rofann "Sýna setningargerð"
  • skyld hugtök undir viðeigandi fyrirsögn, t.d. "deila við <hann, hana>", "lenda í karpi við <hann, hana>" o.fl. Ef smellt er á eitthvert hugtakið birtast flettur á því merkingarsviði.

Vefslóð Íslensks orðanets er www.ordanet.is.

Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir

janúar 2010