Orð af orði

Gestafyrirlesarar

Aðrir fyrirlesarar

 

Útdrættir úr erindum

Arne Torp
Islandsk – eit ekstremt vestnorsk mål eller noko heilt for seg sjølv?

Parallellane mellom språkutviklinga på Sørvestlandet i Norge og på Island er velkjende, og mange har drøfta dei før (jf. t.d. litteraturlista i Sandøy 2003). Når eg no endå ein gong vågar å ta opp dette emnet, har eg tenkt å utvide perspektivet ved å jamføre med utviklingane i andre delar av det nordiske området. Til gjengjeld vil eg avgrense emnet til å gjelde berre konsonantendringar i rimet.
   Inspirasjonen til å gjere akkurat denne avgrensinga har eg fått i ein artikkel frå 1990 av Kristján Árnason, der han m.a. nemner Edward Sapirs kontroversielle tanke frå 1921 om ”drift”, som går ut på at språkendringar kan vere ”cumulative in some special direction”. Dette inneber altså at språkutviklinga over lange tidsrom kan framstå som målretta eller teleologisk i ein viss forstand.
   For islandsk meiner då Kristján at å kunne påvise at det m.a. har eksistert noko han kallar ”a conspiracy for a stop in the rhyme”. Denne såkalla metaregelen meiner han kan brukast til å beskrive ei mengde ulike konsonantendringar i islandsk, der somme må vere svært gamle og felles for dei fleste eller alle germanske mål (t.d. urgerm. > ld), mens andre er avgrensa til islandsk, og gjerne også sørvestnorsk (t.d. norr. fl > bl).
   Dette synest eg er ein veldig spennande tanke, som eg har tenkt å spinne vidare på, m.a. ut frå noko Kristján skriv på s. 244 i bind I av Íslensk tunga: ”Segja má að íslenska sé talsvert ”óraddað” mál að því leyti að í henni er meira um að samhljóð séu órödduð en í mörgum öðrum tungumálum sem nærtækt er að bera hana saman við.”
   I foredraget har eg altså tenkt å jamføre ein del av dei islandske særutviklingane med utviklinga i andre delar av det nordiske språkområdet for å sjå kva slags ”konspirasjonar” som eventuelt kan ha vore på ferde der. I denne samanhengen kjem eg til å måle med svært brei pensel, kanskje altfor brei, men det får bli opp til forsamlinga som skal høyre på å avgjere.


Bente Holmberg
Striden om de danske fremmedordbøger

Den første egentlige danske fremmedordbog er Jacob Badens Alphabetisk Ordbog over de af fremmede, især af det græske, latinske og franske Sprog i det Danske indførte Ord, 1806. Ordbogen udkom også i en anden udgave i 1820, og i 1824 udkom der et supplement.
   Allerede i 1807 udkom en anden dansk fremmedordbog. Det er Carl Friedrich Primons Lexicon over alle de fremmede Ord og Udtryk, der jevnligen forekommer i det Danske Sprog. Primons fremmedordbog udkom i reviderede udgaver i henholdsvis 1820 og 1827.
   De næste aktører på det danske ordbogsmarked er Ludvig Meyer (1780-1854) og Johannes Nikolai Høst (1780-1854). Hver især udsendte de i 1837 med få måneders mellemrum en fremmedordbog. Meyers ordbog havde titlen Kortfattet Lexikon over fremmede, i det danske Skrift- og Omgangs-Sprog forekommende Ord, Konstudtryk og Talemaader; tilligemed de i danske Skrifter mest brugelige, fremmede Ordforkortelser. Høsts ordbog derimod fik titlen Fuldstændig Fremmedordbog eller Lexicon over alle i vort Sprog brugelige fremmede Ord. De to ordbøger udkom i flere udgaver, også efter grundlæggernes død, og med disse ordbøger kulminerede striden om de danske fremmedordbøger – en strid som blev vundet af Meyers fremmedordbog hvis 8. udgave udkom i 1924.
   I foredraget vil jeg forsøge at karakterisere de nævnte ordbøger (Baden, Primon, Meyer og Høst), og jeg vil gøre det med fokus på stridens kerne som vedrører udtalen, betydningsbeskrivelsen og ordforrådet.


Guðrún Kvaran
Orðsifjarnar og tökuorðin

Tökuorð og aðlögun þeirra er áhugavert svið frá sjónarhóli þess sem fæst við hljóðfræði eða beygingarfræði en tökuorð eru ekki síður áhugaverð frá sjónarhóli þess sem leitar að uppruna þeirra og veitimáli og stöðu þeirra innan orðaforðans. Á meðan á samningu Íslenskrar orðsifjabókar stóð hafði Ásgeir Blöndal Magnússon oft orð á því hve snúin tökuorðin gætu reynst og erfið viðfangs, einkum yngri orðin. Í fyrirlestrinum verður því horft til þessa sviðs orðaforðans.
Hallgrímur Scheving, kennari í lærða skólanum, safnaði tökuorðum og skráði hjá sér með athugasemdum og virðist hafa stefnt að einhvers konar útgáfu sem þá hefði orðið fyrsta íslenska tökuorðabókin. Til hennar kom þó ekki og handritið er varðveitt í Landsbókasafni-Háskólabókasafni. Valið efni úr handritinu verður kynnt í fyrirlestrinum og orðin verða borin að Íslenskri orðsifjabók til þess að kanna hvort Ásgeir gerði þeim skil og ef svo var þá á hvaða hátt.


Guðrún Þórhallsdóttir
Að kaupa til karnaðar sér ambátt

Hér verður fjallað um forníslenska stakyrðið karnaðr sem er varðveitt í texta Grágásar, en þar er kveðið á um hvernig fara skuli að ef maður vill kaupa til karnaðar sér ambátt. Sagt verður frá hugmyndum fræðimanna um merkingu og uppruna orðsins karnaðr, m.a. framlagi Ásgeirs Blöndal Magnússonar í Íslenskri orðsifjabók, og leitað að góðri lausn á þessari gátu. Sagan af orðinu karnaðr er jafnframt dæmisaga um áhrif orðsifjabóka á söguskýringar.


Gunnlaugur Ingólfsson
Um Ásgeir Blöndal Magnússon

Í erindinu verður yfirlit um ævi og störf Ásgeirs með áherslu á söfnun orða, úr mæltu máli og rituðu, við Orðabók Háskólans.


Haraldur Bernharðsson
röksemd og lögmál: uppruni og orðmyndun

Fyrri liðirnir rök- og lög- í samsettum orðum í íslensku hafa nokkra sérstöðu. Þeir halda hljóðverptu rótarsérhljóði stofnorðsins þar sem fremur hefði verið búist við rak- og lag-. Rætt verður um þessar samsetningar, uppruna fyrri liðanna og heimildargildi samsetninga fyrir orðsifjafræði.


Jón Axel Harðarson
Um orðið járn í forníslenzku og uppruna þess

Óvissa hefur ríkt um mynd þessa orðs í forníslenzku sem og uppruna. Í Fyrstu málfræðiritgerðinni svokölluðu er allnokkur umræða um mynd orðsins og hefur hún haft áhrif á skoðanir fræðimanna. Í fyrirlestrinum verður þessi vitnisburður sannreyndur, enn fremur verða aðrar forníslenzkar og norrænar heimildir athugaðar. Loks verður rætt um uppruna og þróun orðsins frá indóevrópsku til íslenzku.

 

Margrét Jónsdóttir
Bæjarnafnið Brúar, fleirtölumyndirnar brýr og brúr

Í fyrirlestrinum verður rætt um bæjarnafnið Brúar, einu lifandi heimildin um forna fleirtölumynd orðsins brú, svo og fleirtölumyndirnar brúr og brýr.
   Enda þótt fleirtalan brúar sé ekki lengur fleirtala samnafnsins brú er Brúar eðlileg í því hlutverki sem hún gegnir. Það má skýra í ljósi hugmynda Kuryłowicz þess efnis að hafi orð breytt beygingu sinni sé nýja formið í aðalhlutverki, sé hin sjálfgefna beyging sam¬nafnsins. Það gamla getur varðveist í aukahlutverki. Örnefnið, hér bæjarnafnið, er í þeirri stöðu. Notkunarsviðið er þrengra.
   Í íslensku getur þágufall (m.a.) táknað bæði dvöl og hreyfingu. Ýmsar hugmyndir Tiersma og Mańczak eiga því vel við um þágufallið sem hið ómarkaða fall örnefna og það fall sem varðveitir fornlegri myndir en aðrar fallmyndir og samsvarandi samnafn. Í ljósi þessara hugmynda verður sérstaklega hugað að þágufallinu, birtingarmyndum þess og venslum við aðra hluta beygingar-dæmisins.
 


Mörður Árnason
Störf að Íslenskri orðabók

Ásgeir Blöndal Magnússonar var helsti samstarfsmaður Árna Böðvarssonar ritstjóra við undirbúninginn að 2. útgáfu Íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi sem út kom árið 1983. Í erindinu er reynt að greina hver þáttur Ásgeirs efur verið við þetta verk, hvernig það var unnið og hvort störfin nýttust Ásgeiri síðar við gerð Orðsifjabókarinnar.