Rit Stofnunar Sigurðar Nordals


 1. Snorrastefna. Ritstjóri Úlfar Bragason.
  Ráðstefnurit frá Snorrastefnu, ráðstefnu um ævi og verk Snorra Sturlusonar sem haldin var á vegum stofnunarinnar 25.-27. júlí 1990. Ritið inniheldur 20 fyrirlestra sem haldnir voru á ráðstefnunni á íslensku, ensku, norsku og dönsku.

 2. Halldórsstefna. Ritstjórar Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Bragason.
  Ráðstefnurit frá Halldórsstefnu, ráðstefnu um ævi og verk Halldórs Laxness sem haldin var á vegum stofnunarinnar 12.-14. júní 1992. Ritið inniheldur 15 fyrirlestra sem haldnir voru á ráðstefnunni og þrjú setningarávörp sem flutt voru við sama tækifæri.

 3. Íslensk málsaga og textafræði. Ritstjóri Úlfar Bragason
  Ráðstefnurit frá ráðstefnu um málsögu og textafræði sem haldin var í Norræna Húsinu dagana 14. og 15. september 1996 í tilefni af tíu ára afmæli Stofnunar Sigurðar Nordals.

 4. Approaches to Vínland. Ritstjórar Andrew Wawn og Þórunn Sigurðardóttir.
  Ráðstefnurit frá alþjóðlegri ráðstefnu um heimildir fyrir landafundum og landnámi norrænna manna við Norður-Atlantshaf á miðöldum sem haldin var í Norræna Húsinu dagana 9. og 11. ágúst 1999. Úlfar Bragason ritar formála, inngang rita Andrew Wawn og Þórunn Sigurðardóttir.

Dreifingu og sölu ritanna annast Hið íslenska bókmenntafélag og Háskólaútgáfan.