Sagan upp á hvern mann

Um höfundinn


Rósa Þorsteinsdóttir er fædd og uppalin í Hofsósi en býr nú í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í þjóðfræði frá sama skóla árið 2005. Hún hefur starfað við Árnastofnun síðan 1995, sem rannsóknarlektor frá 2009. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og sent frá sér margs konar útgáfur á efni þess, þ. á m. Hlýði menn fræði mínu (2002) og Einu sinni átti ég gott (2006). Þá hefur hún sinnt kennslu við þjóðfræðideild Háskóla Íslands auk margvíslegra starfa við söfnun, miðlun og rannsóknir þjóðfræðaefnis, til dæmis við þjóðfræðideildir háskólanna í Dyflinni og Edinborg og við þjóðlagaakademíuna á Siglufirði.

 

Til baka...