Sagan upp á hvern mann


Um verkefnið

Rósa Þorsteinsdóttir

Í verkefninu er fjallað um átta íslenska sagnamenn og sögurnar þeirra. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa sagt ævintýri inn á segulbönd sem eru varðveitt í þjóðfræðisafni stofnunarinnar. Rannsóknin felst í því að athuga hvort og þá hvernig ævintýrin taka mynd af viðhorfum sagnafólksins, umhverfi þess og sálarlífi. Til þess þarf að byrja á að gera sér grein fyrir ævi fólksins með því að greina nákvæmlega hljóðrituðu sögurnar og viðtölin við það. Frekari heimilda er leitað í prentuðum ritum og viðtölum við fólk sem man eftir sagnamönnunum og heyrði þá segja sögur.

Markmiðið með verkefninu er að velta upp og leita svara við spurningum um hlutverk og umhverfi íslenskra ævintýra en einnig hvort og þá hvernig náttúrulegt og félagslegt umhverfi sagnamanna endurspeglast í ævintýrunum sem þeir segja. Einnig er athugað hvernig sögur einstakra sagnamanna breytast frá einum flutningi til annars og hvaða tengsl þessar sögur í munnlegri geymd hafa við prentaðar sögur.

 

Til baka...