Starf skjalavarðar/upplýsingafræðings

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum óskar að ráða skjalavörð/upplýsingasfræðing til starfa í 70% starf frá og með 1. febrúar 2018.
 

Helstu verkefni:

 • Móttaka og skráning erinda/mála.
 • Frágangur skjala/mála í málaskrá.
 • Leitir í skjalasafni, upplýsingaöflun og –miðlun.
 • Pökkun skjala og skráning í geymsluskrá til afhendingar á Þjóðskjalasafn

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Háskólamenntun/reynsla á sviði bókasafns- eða upplýsingafræði.
 • Þekking og reynsla af skjalastjórnunarkerfum reynsla af notkun GoPro kostur 
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. 
 • Ábyrgð, nákvæmni og vandvirkni.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
 • Mjög gott vald á íslensku er skilyrði.
 • Mjög góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og vald á einu Norðurlandamáli er kostur.
 • Hæfni við miðlun upplýsinga.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármála- og efnahagsráðherra. Upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Stefánsdóttir, fjármálastjóri, í síma 5254010

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík eða í tölvupósti á póstfangið rakelp@hi.is eigi síðar en mánudaginn 18. desember 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið liggur fyrir.