Jólaskreyting Jólahlaðborð starfsmannafélagsins verður haldið föstudaginn 16. desember og hefst kl. 15. Jólahlaðborðið verður nú, eins og í fyrra, í rúmgóðu safnaðarheimili Neskirkju. Dagurinn verður með hefðbundnu sniði í sönnum aðventuanda. Meðal hápunkta í dagskránni er leiðsögn um sýningu myndlistarkonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur, einsöngur, fjöldasöngur og fleira spennandi. Veislufanga er aflað á hefðbundinn hátt, þar sem hver og einn veislugestur leggur fram sinn skerf og réttirnir í sameiningu mynda ómótstæðilegt hlaðborð.

 

Vegna ofnæmis eru gestir beðnir um að koma ekki með sítrusávexti eins og mandarínur, appelsínur eða sítrónur.

Starfsmenn eru hvattir til að skrá þátttöku sína hér fyrir neðan og hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Takið fram ef gestur er með í för.
  • Ef menn hafa hug á að taka eitthvað annað með en stendur á listanum er það frjálst en menn þá beðnir um að geta þess í athugasemdum.
  • Menn mega gjarna tilgreina nánar í athugasemdum – þegar við á – hvað þeir hyggjast taka með.
  • Sumir réttir eru þess eðlis að heppilegra getur verið fyrir 2 eða fleiri að sameinast í verkum og kostnaði. Þess má gjarna geta í athugasemdum.
  • Bjór og vín selt á staðnum á kostnaðarverði.
  • Diskar, glös, hnífapör og smjör verða á staðnum en menn verða að láta áhöld fylgja sínum rétti. Vinsamlegast takið síðan aftur með ykkur heim eftir jólahlaðborðið ílát, áhöld og afganga.
  • Vinsamlega aðgætið hvort réttur er enn „á lausu“ áður en hann er valinn!
  • Það gæti borgað sig að skrá sig hið fyrsta.
  • Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. desember.

Jólahlaðborð 15. desember 2017

*  Nafn:
Athugasemdir:
Matarlisti:
   
    

Gestalisti og réttir

    

Gestalistinn nær yfir nokkrar síður þegar skráningum fjölgar. Hægt er að fletta með því að smella á ,,Næsta".

Síða 1 af 3 < Fyrri  -  Næsta >
  Matarlisti Nafn Athugasemdir
1 Ostar og kex eða annað meðlæti (1) Steinþór
2 Ostar og kex eða annað meðlæti (1) Úlfar Bragason + gestur
3 Eftirréttur (1) Guðrún Laufey Guðmundsdóttir Mæti með smákökur
4 Eftirréttur (2) Jóhannes B. Sigtryggsson
5 Waldorf-salat eva maría jónsdóttir
6 Lifrarkæfa + brauð Hallgrímur
7 Kartöflusalat (1) Ágústa Þorbergsdóttir
8 Skinkurúlla, niðurskorin (1) [hálfur skammtur] Ari Páll Kristinsson + gestur
9 Aðrir kjötréttir Júlíana Magnúsdóttir Kjúklingalifrarpaté,sulta og snittubrauð
10 Síld + brauð (1) Hjördís Erna Sigurðardóttir
11 Kartöflusalat (2) Jan þýskt (!) kartöflusalat
12 Ostar og kex eða annað meðlæti (1) Anita Sauckel Ostar-Pie
13 Aðrir fiskréttir Guðrún Ingólfsdóttir Saltfiskstappa og rúgbrauð.
14 Síld + brauð (2) Rósa Þorsteinsdóttir + Guðni
15 Ávextir (1) ekki sítrusávexti vegna ofnæmis Yelena Sesselja + Bjarki + Þuríður Rósa Vínber o.fl.
16 Grænt salat Svanhildur Ó. Grænt salat með reyktri andabringu, linsubaunum o.fl.
17 Skinkurúlla, niðurskorin (2) [hálfur skammtur] Guðvarður Már Gunnlaugsson
18 Aðrir kjötréttir Svavar Sigmundsson + gestur
19 Ostar og kex eða annað meðlæti (2) Kristín Bragadóttir + Sveinn Saffransbrauð (lussekatter)
20 Aðrir kjötréttir Einar G. Pétursson + Kristrún Ól Hangikjöt rauðrófu- og eplasalat ostakaka