Hér má lesa um og skrá sig á Árshátíð starfsmannafélags Árnastofnunar, sem verður haldin miðvikudaginn 18. apríl 2018. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig, fresturinn rennur út kl. 9.00 mánudaginn 16. apríl.

Á árshátíðum má gjarnan taka dansspor.

 

 

 

 

 

 

Hér má lesa um jólahlaðborð 2017

Kertaljós

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsmönnum stendur til boða að sjá sýningu Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu með heimsókn á söguloftið á Landnámssetirinu í Borgarnesi í nóvember 2017.

Nánari upplýsingar hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur starsfmannafélagsins.

 

 

Föstudaginn 12. maí verður aðalfundur Starfsmannafélags Stofnunar Árna Magnússonar haldinn.

 

15.15 Félagsmenn hittast í Þingholtsstrætinu. Þar fara fram hefðubundin aðalfundarstörf. 

Guðvarður Már Gunnlaugsson hefur tekið að sér fundarstjórn.

Stjórnin (Ágústa, Haukur og Eva) mun kynna skýrslu sína og leggja fram reikninga ársins.

Kjósa þarf mann í stað Hauks, sem hefur hlutverk gjaldkera með höndum, þar sem hann fer í leyfi seinna á árinu.

Að aðalfundarstörfum loknum veðrur boðið upp á fastar og fljótandi veitingar.

Þegar allir hafa hresst sig á þeim verður gengið niður á Ljósmyndasafn Reykjavíkur, þar sem er í gangi ljósmyndasýning Jóhönnu Ólafsdóttur. Hér má fræðast frekar um sýningu hennar.

17.00 Jóhanna veitir leiðsögn um sýningu sína.

18.00 Dagskrárlok

Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmigerð skuggamynd tekin á árshátíð í meðalstórri stofnun. Aðkoman að félagsheimili Seltjarnarness er nokkuð góð. Skráning á árshátíð 2017 er hafin! Smellið hér til að lesa meira um dagskrá kvöldsins og skrá ykkur ásamt maka eða öðru samferðafólki.

 

 

 

Skráning á jólahlaðborðsgleði 2016 er hafin!

Smellið hér.

 

 

 

 

 

 

Tilboð frá Borgarleikhúsinu:

 

Við viljum endilega bjóða starfsfólki Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum afslátt á leikhúskortum. 

Við höfum lagt áherslu á að einfalda til muna kaupaferlið á kortunum á netinu. 

 

Nú geta allir keypt sér kort með einföldum og fljótlegum hætti á netinu, því bjóðum við afsláttinn en eingöngu á netinu. 

Ef fólk lendir hinsvegar í vandræðum er sjálfsagt að hringja og fá aðstoð í síma en ég geri ráð fyrir að flestir finni út úr þessu. 

Hér er linkur á kortin með afslættinum, bið þig að koma honum fyrir á innra neti, frekar en að senda hann í tölvupósti. 

http://bit.ly/2bYyVLq

Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er.

Mbk. Miðasala Borgarleikhússins

 

Árshátíð 2016
Árshátíð starfsmannafélagsins verður haldin föstudaginn 1. apríl  kl. 19. á Bergsson í húsi Sjávarklasans á Grandagarði 16. Á undan verður fordrykkur á heimili Guðrúnar Nordal og fjölskyldu, Skildinganesi 26,  kl. 17 -18.30. 

Nánari upplýsingar og skráning með því að smella hér.

 

 

 

Landnámssýningin við Aðalstræti 16. Mynd fengin af vefnum www.minjavernd.is Árshátíð 2015

Árshátíðin verður haldin föstudaginn 20. mars í Norræna húsinu. Boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð, skorinorða hátíðarræðu og fleira skemmtilegt. Á undan verður foropnun á sýningu og fordrykkur á Landnámssýningunni við Aðalstræti  kl. 17.30-18.30. Nánari upplýsingar og skráning á síðunni:

www.arnastofnun.is/page/starfsmannafelagid_arshatid15

 

 

Jónas Kristjánsson níræður. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir Þriðjudagskaffi

Guðrún Nordal: Við höfum aðeins lagst yfir hugmyndina um þriðjudagskaffitímann. Ég hef lagt til innlegg frá starfsmönnum, án þess að hafa spurt neinn, en vonandi gæti þetta gengið einhvern veginn svona. Látið vita. Röðin kemur að okkur öllum, svo að einhvers staðar þarf að byrja. Okkur langar að heyra um dagleg verkefni kollega okkar, ferðir þeirra á spennandi ráðstefnur eða annað sem þeir vilja brydda upp á og fá umræðu um. Sem tengist t.d. verkefnum okkar, nýyrðasmíð, málpólitík, höfundum Íslendingasagna o.s.frv. Aðalatriðið er að skapa skemmtilega samverustund. Við bjóðum gestum okkar í þriðjudagskaffi. Suma daga verða haldnir stofustjórafundir strax á eftir þriðjudagskaffinu.

 

Uppskeruhátíð í Gerðarsafni 2014. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir Uppskeruhátíð í Gerðarsafni

Starfsmönnum stofnunarinnar og vinum var boðið á einkasýningu í Gerðasafni 31. janúar 2014. Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri tók á móti gestum og sagði frá Teiknibókinni. Einnig gafst ráðrúm til að skoða sýninguna og skrifarastofuna, njóta félagsskaparins og þiggja veitingar. Heimsóknin var skipulögð þegar um vika var eftir af sýningartíma Íslensku teiknibókarinnar og helstu viðburðir á afmælisári Árna Magnússonar höfðu farið fram. Með boðinu var m.a. verið að þakka fólki sem lagði stofnuninni lið í kringum 350 ára afmæli Árna Magnússonar. Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari tók myndir í boðinu sem segja meira en mörg orð.

 

Árshátíð 2014

Árshátíðin verður haldin föstudaginn 28. febrúar á Hótel Borg. Boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð og skemmtiatriði. Forstöðumaður býður upp á fordrykk á heimili sínu, Skildinganesi 26, kl. 18. Nánari upplýsingar og skráning á síðunni:

www.arnastofnun.is/page/starfsmannafelagid_arshatid14

 

 

 

 

Uppskeruhátíð í Gerðarsafni 2014. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir Jafnréttisáætlun

Jafnréttisstefna Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) hvílir á þremur meginstoðum: Jafnréttisáætlun kynjanna, stefnu í málefnum fatlaðra og stefnu gegn mismunun. Mikilvægt er að starfsfólk virði jafnréttisstefnuna og vinni í anda hennar. SÁ leggur áherslu á að jafnræðis og jafnréttis sé gætt á öllum sviðum starfseminnar og að áherslan á jafnan rétt kvenna og karla sé sýnileg í allri starfsemi stofnunarinnar.

 


 

Uppskeruhátíð í Gerðarsafni 2014. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir Fundarfrásögn

Starfsmannafundur var haldinn 18. febrúar 2014.  Dagskrá:
1. Fréttir 2. Ársskýrsla og ársfundur 3. Stefnumótun 2014-17 4. Vefnefnd segir frá starfi sínu 5. Jafnréttisnefnd kynnir nýja jafnréttisáætlun 6. 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar 7.800 ára afmæli Sturlu Þórðarsonar 8. Önnur mál

Fundarfrásögnin er komin á vefinn:

 

 

 

Vorðferð 2009. Mynd/Bessi Aðalsteinsson Fundarfrásögn

Starfsmannafundur var haldinn 21. janúar 2014.  Dagskrá:
1. Fréttir 2. Stefnumótun 2014-17 3. Ársskýrsla 2013 4. Rannsóknaleyfi 5. Hreinsidagur 24. janúar. Skipulag hans 6. NORIA-net um norræn tungumál (á vegum NordForsk). Kynning 7. Minni heimsins (UNESCO). Landslisti. Kynning 8. Önnur mál

Fundarfrásögnin er komin á vefinn:

 


 

 

Jólahlaðborð 2013

Jólahlaðborð starfsmannafélagsins verður haldið föstudaginn 13. desember og hefst kl. 15. Jólahlaðborðið hefur frá upphafi (sameiningar 2006) verið hjá orðfræðisviði á Neshaganum en flyst nú í rúmgott safnaðarheimili Neskirkju.. Allt annað verður með hefðbundnu sniði í sönnum aðventuanda. Meðal hápunkta í dagskránni er upplestur, almennur söngur og bókahappdrættið góða. Veislufanga er einnig aflað á hefðbundinn hátt, þar sem hver og einn veislugestur leggur fram sinn skerf og réttirnir í sameiningu mynda ómótstæðilegt hlaðborð. Starfsmenn eru hvattir til að skrá þátttöku sína á síðunni:

 


 

Haustferð 2008. Þingvellir og Hvalfjörður. Mynd/Bessi Aðalsteinsson. Fundarfrásögn

Starfsmannafundur var haldinn 1. október 2013.  Dagskrá: 1. Fréttir og það sem er á döfinni. 2. Fjárlagafrumvarpið 2014 3. Stefnumótun 2014-17. 4. Fundur með mennta- og menningarmálaráðuneyti 5. Starfsmannamál 6. Námskeið á vinnustað. 7. Samningur við Reiknistofnun 8. 350 ára afmæli Árna Magnússonar. 9. Önnur mál.

Fundarfrásögnin er komin á vefinn:


 

 

 

Fundarfrásögn

Haustlitaferð 2010. Mynd/Bessi Aðalsteinsson Starfsmannafundur var haldinn 27. ágúst 2013.  Dagskrá: 1. Fréttir og það sem er á döfinni. 2. Rekstraráætlun og Hús íslenskra fræða. 3. Starfsmannamál. 4. Stefnumótun 2014-17. 5. Námskeið á vinnustað. 6. Tölvuaðstoð. 7. 350 ára afmæli Árna Magnússonar. 8. Önnur mál.

Fundarfrásögnin er komin á vefinn:

Næsti fundur verður haldinn 1. október 2013 kl. 9.

 

 

 

Erindi og leikur á árshátíðinni

Árshátíðin tókst sérstaklega vel í ár. Jón Hilmar Jónsson, Kristján Eiríksson og Pétur Gunnarsson fluttu fróðleg og gamansöm erindi. Skemmtileg myndasýning Bjarka Karlssonar studdi vel við ræðu Jóns Hilmars þegar hann bauð gesti velkomna með vangaveltum um heiti nýja hússins. Gísli Sigurðsson tók til máls og færði rök fyrir því að menn við eitt borðið í salnum þyrftu, vegna ýmissa sérþarfa, lengri tíma til að leysa gátur sem Hallgrímur Ámundason lagði fyrir gesti. Gísla varð ekki að ósk sinni enda leikstjórinn í öðrum sal önnum kafinn við að fara yfir svörin og missti því líklega af skynsamlegum rökum Gísla. Hamingjuóskir fær Jónínuborð sem sigraði í leiknum. Ari Páll Kristinsson stjórnaði fjöldasöng af röggsemi og að lokinni dagskrá tók dj Ari sveiflu á dansgólfinu og laðaði gesti til sín enda var dansgólf sett sérstaklega upp í tilefni kvöldsins. Ásta Svavarsdóttir sinnti veislustjórn af sinni alkunnri smekkvísi. Guðrún Laufey, Guðvarður Már og Jón Hilmar unnu óeigingjarnt starf við undirbúning góðrar veislu. Hallgrímur tók nokkrar myndir fyrri hluta kvölds.

 

grand_hotel2
Árshátíð 2013

Árshátíðin verður haldin föstudaginn 1. mars á Grand Hótel Reykjavík. Boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð og fjölbreytt skemmtiatriði. Forstöðumaður býður upp á fordrykk á heimili sínu, Skildinganesi 26, kl. 18.

www.arnastofnun.is/page/starfsmannafelagid_arshatid13

 

 

 

Haustferð 2008. Þingvellir og Hvalfjörður. Mynd/Bessi Aðalsteinsson.
Fundarfrásögn

Starfsmannafundur var haldinn 12. febrúar 2013. Dagskrá: 1. Fréttir og það sem er á döfinni. 2. Rekstraráætlun 2013. 3. Starfsmannamál. 4. Samningur við HÍ. 5. Hús íslenskra fræða. 6. 350 ára afmæli Árna Magnússonar. 7. Breytingar í Þjóðmenningarhúsi. 8. Önnur mál.

Fundarfrásögnin er komin á vefinn. 

 

 

Vorferð á Strút 2008. Mynd/Hallgrímur J. Ámundason.
Fundarfrásögn

Starfsmannafundur var haldinn 4. desember 2012. Fundarfrásögnin er komin á vefinn, til upplýsingar fyrir þá sem voru fjarverandi og til upprifjunar fyrir hina. Einnig má sjá töfluna sem forstöðumaður dreifði og  sýnir hvernig niðurskurður síðustu ára hefur komið niður á stofnuninni.

 

 

jol
Jólahlaðborð 2012

Jólahlaðborð starfsmannafélagsins verður haldið í salarkynnum stofnunarinnar á Neshaga föstudaginn 14. desember og hefst kl. 15. Allt verður með hefðbundnu sniði í sönnum aðventuanda. Meðal hápunkta í dagskránni er upplestur, almennur söngur og bókahappdrættið góða. Veislufanga er einnig aflað á hefðbundinn hátt, þar sem hver og einn veislugestur leggur fram sinn skerf og réttirnir í sameiningu mynda ómótstæðilegt hlaðborð. Starfsmenn eru hvattir til að skrá þátttöku sína á síðunni:

 

 

Haustlitaferð 2012: Rósa Þorsteinsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. Mynd/Margrét Eggertsdóttir.
Haustlitaferð

Haustlitaferð stofnunarinnar var farin 5. október. Farið var um Laugardalinn í fylgd Þorgríms Gestssonar rithöfundar, um grasagarðinn í fylgd Hjartar grasafræðings, menn yljuðu sér á lúffengri sjávarréttarsúpu og dýfðu í með heimabökuðu brauði, hummusi og fleiru á Kaffi Flóru. Farið var um Laugardalsvöllinn í fylgd vallarvarðar, Vöndu knattspyrnuþjálfara og eiginmanns sem brugðu á leik með starfsmönnum. Þá var hlustað á fagra tóna í Tónskóla Sigursveins. Að lokum drukku þreyttir en glaðir göngumenn kaffi með starfsmönnum Þjóðminjasafns sem einnig kynntu starf safnsins. Safnaferð starfsmannafélagsins var hér slegin saman með haustlitaferðinni sem að venju var vel skipulögð af ferðafélagi stofnunarinnar Gísla Sig., Rósu Þorsteins og Svanhildi Óskars. Safnaferðina undirbjó stjórn starfsmannafélagsins eins og liðin ár. Hana skipa nú Guðrún Laufey, Guðvarður Már og Jón Hilmar.